fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Sveinn segir máli sínu og Skúla lokið eftir dóm Hæstaréttar – Sviðin jörð að baki

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 16:30

Samsett mynd - Skúli og Sveinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson hafði betur í máli gegn Skúla Gunn­ari Sig­fús­syni, oftast kennd­um við Su­bway, í Hæstarétti í dag. mbl.is greindi fyrst frá þessu. Málið varðaði þrotabú EK1923, þar sem að Sveinn Andri var skiptastjóri.

Sveinn og Skúli eru alls engir perluvinir, en þeir hafa lengi eldað grátt silfur. Í fyrra hélt Skúli því fram að Sveinn væri siðlaus og að hann væri „endaþarmur íslenskrar lögmennsku“, vegna þess hvernig hann tók á máli EK1923. Sveinn Andri svaraði um hæl og sagði endaþarminn sinna mikilvægu hlutverki, einhver þurfi að sjá um skítverkin.

„Það er vissulega skítadjobb að vera endaþarmur, enda fær hann yfir sig skít og drullu alla daga, en hlutverk hans í velferð mannsins verður seint ofmetið.“

Sjá einnig: Skúli í Subway segir Svein Andra siðlausan – „Endaþarmur íslenskrar lögmennsku“

Sjá einnig: Sveinn Andri segir einhvern verða að sjá um skítverkin – „Vissulega skítadjobb að vera endaþarmur“

Í samtali við mbl.is sagði Sveinn að málinu væri nú lokið. „Þetta er loka­hnykk­ur­inn.“

Hér má sjá dóm Hæstaréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Í gær

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara