fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Viljinn lifir – Björn Ingi sleppur við gjaldþrot

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 28. október 2020 17:24

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verð að viðurkenna, að mér þykir mjög vænt um það hversu margir létu í ljós hlýjan hug í garð mín og Viljans í kjölfar fregna í gær um gjaldþrotakröfu á útgáfufélagið.“ Svo hefst Facebook færsla Björns Inga Hrafnssonar, eiganda vefmiðilsins Viljans sem hann birti rétt í þessu.

Líkt og Fréttablaðið greindi virtist í gær sem vefmiðill Björns Inga væri á leið í gjaldþrot. Sagði blaðið frá því að Sýslumaður hafði krafist gjaldþrotaskipta á félagi Björns og átti að taka málið fyrir 12. nóvember næstkomandi.

Björn Ingi sagði í svari við umfjöllun Fréttablaðsins í gærkvöldi ekki kannast við að neina slíka kröfu. Sagði hann þar að um væri að ræða lítið útgáfufélag með einn starfsmann (Björn Inga á Viljanum) og að farið hefði verið fram á afturköllun þessarar beiðni sýslumannsins.

Sú krafa virðist hafa skilað sínu, því í nýjustu Facebook færslu Björns Inga kemur fram að krafan hafi vissulega verið afturkölluð og að málið sé ekki á dagskrá dómstólsins lengur.

Björn Ingi segir að hlýhugur í sinn garð hafi verið svo mikill að margir hafi pantað bækur, aðrir keypt auglýsingar og enn aðrir sent baráttukveðjur með hvatningu til dáða. „Það var fallega gert,“ sagði Björn.

Björn gagnrýnir jafnframt að hafa þurft að lesa svona fréttir um sig í fjölmiðlum áður en hann hafi sjálfur fengið tilkynningu um efnið eða tækifæri til að bregðast við. „Líklega á það við sem einn góður vinur sagði, að Björn Ingi á Viljanum sé ekki slæmt fréttaefni. Knús á ykkur öll,“ segir hann að lokum. Færslu Björns Inga má sjá hér að neðan í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar