fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Kári Stefánsson: „Félagi minn og fóstbróðir hann Huginn er týndur“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 23. október 2020 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, deildi í dag mynd af ketti. Kári biður fólk sem hefur séð köttinn að hafa samband við hann. „Félagi minn og fóstbróðir hann Huginn er týndur. Það er einmannalegt að sitja yfir kaffibolla og geta ekki rætt við hann heimspeki og vandamál líðandi stundar,“ skrifar Kári í athugasemd undir myndinni.

Kári gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila myndinni af kettinum áfram í von um að hann finnist. „Það er mjög erfitt að hafa ekki tækifæri til þess að ræða við þennan djúpvitra einstakling á morgnana,“ segir Kári í samtali við DV.

Þá skrifar Kári ljóð um ástandið í athugasemd undir myndinni. Það hljóðar svona:

Lífið út í Hróa hött

horfin sólin bjarta

er ég sit og syrgi kött

sorg í gömlu hjarta

Þeir sem hafa séð köttinn eða hafa upplýsingar um hann eru beðnir um að hafa samband við Kára í síma 869-3915.

Hér fyrir neðan má sjá myndina af kettinum:

https://www.facebook.com/karistefansson66/posts/10158561132074089

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Í gær

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað