fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ítrekaðar listeríusýkingar hjá Arnarlaxi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Arnarlaxi á Bíldudal hefur að undanförnu verið glímt við ítrekaða listeríusýkingar. Að sögn Björns Hembre, forstjóra fyrirtækisins, er unnið kerfisbundið með listeríu daglega til að hafa stjórn á henni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Dóru S. Gunnarsdóttur, sviðsstjóra neytendaverndar og fiskeldis hjá Matvælastofnun (MAST) að hjá Arnarlaxi hafi verið um monocytogene listeríu að ræða en hún getur valdið sýkingum. Fyrirtækið, eins og önnur fyrirtæki í svipuðum rekstri, annist sjálft sýnatöku og tilkynni til MAST í hvert sinn sem listería finnst í framleiðsluumhverfinu eða hráefni.

„Við höfum verið að fá töluvert af tilkynningum í sumar. Þegar það gerist erum við í samskiptum við fyrirtækið og þeir upplýsa okkur um til hvaða aðgerða þeir grípa. Þeir hafa gripið til mjög umfangsmikilla aðgerða hvað varðar þrif og endurbætur. Síðasta tilkynningin sem kom var vegna sýnis frá 26. ágúst,

er haft eftir Dóru sem sagði að svo virðist sem tekist hafi að leysa vandann, að minnsta kosti í bili. Bæði hún og Björn bentu á að þessa tegund listeríu sé að finna í náttúrunni.

„Þess vegna getur hún og mun koma inn á alla framleiðslustaði sem taka inn hrávöru utan frá. Þegar listería finnst er erfitt að segja til um hvernig hún barst inn í vinnsluhúsið,“

er haft eftir Birni.

Dóra sagði aðspurð að þessi tegund listeriu gæti verið hættuleg viðkvæmum neytendum en hún fjölgi sér aðallega í reyktum og gröfnum laxi á geymslutímanum en ekki í ferskum laxi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu