fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Ítrekaðar listeríusýkingar hjá Arnarlaxi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Arnarlaxi á Bíldudal hefur að undanförnu verið glímt við ítrekaða listeríusýkingar. Að sögn Björns Hembre, forstjóra fyrirtækisins, er unnið kerfisbundið með listeríu daglega til að hafa stjórn á henni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Dóru S. Gunnarsdóttur, sviðsstjóra neytendaverndar og fiskeldis hjá Matvælastofnun (MAST) að hjá Arnarlaxi hafi verið um monocytogene listeríu að ræða en hún getur valdið sýkingum. Fyrirtækið, eins og önnur fyrirtæki í svipuðum rekstri, annist sjálft sýnatöku og tilkynni til MAST í hvert sinn sem listería finnst í framleiðsluumhverfinu eða hráefni.

„Við höfum verið að fá töluvert af tilkynningum í sumar. Þegar það gerist erum við í samskiptum við fyrirtækið og þeir upplýsa okkur um til hvaða aðgerða þeir grípa. Þeir hafa gripið til mjög umfangsmikilla aðgerða hvað varðar þrif og endurbætur. Síðasta tilkynningin sem kom var vegna sýnis frá 26. ágúst,

er haft eftir Dóru sem sagði að svo virðist sem tekist hafi að leysa vandann, að minnsta kosti í bili. Bæði hún og Björn bentu á að þessa tegund listeríu sé að finna í náttúrunni.

„Þess vegna getur hún og mun koma inn á alla framleiðslustaði sem taka inn hrávöru utan frá. Þegar listería finnst er erfitt að segja til um hvernig hún barst inn í vinnsluhúsið,“

er haft eftir Birni.

Dóra sagði aðspurð að þessi tegund listeriu gæti verið hættuleg viðkvæmum neytendum en hún fjölgi sér aðallega í reyktum og gröfnum laxi á geymslutímanum en ekki í ferskum laxi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“