fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Uppþot á Brask og brall vegna sölu Tíu lítilla negrastráka

Heimir Hannesson
Föstudaginn 16. október 2020 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert fjaðrafok hefur orðið á sölusíðunni Brask og brall á Facebook í dag, en fyrr í dag var eintak Tíu lítilla negrastráka boðið þar til sölu. Eintakið er frá 1965, og virðist vera í þokkalegu ástandi.

Skjáskot af auglýsingunni, og fjölda viðbragða má sjá hér að neðan.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa: „Beint í ruslið,“ segir ein, og „myndi kveikja í henni,“ segir önnur. Svo virðist sem sala bókarinnar virðist stuða býsna marga. Enn annar svarar auglýsingunni svo: „Átt að brenna þessa bók og skammast þín fyrir að senda þetta hér inn þetta er siðblinda í mínum augum.“

Enn aðrir koma bókinni og bóksalanum til varnar og segja menningarverðmæti og saga felist í bókinni.

Tíu litlir negrastrákar er lag sem samið var af hinum bandaríska Septimus Winner og kom fyrsta eintakið út árið 1868. Hét fyrsta útgáfa bókarinnar Ten Little Niggers. Nafn bókarinnar þróaðist síðar í Ten Little Injuns (Indians), og textanum breytt, af augljósum ástæðum. Að því er segir á Wikipedia færslu um lagið var lagið síðar gefið út í Bretlandi með upprunalegum titli og þaðan þýtt á fjölda tungumála, þar á meðal íslensku.

Íslenska útgáfan kom fyrst út árið 1922 í þýðingu Gunnars Egilssonar og gefin út oft á árunum á eftir. Síðast var hún endurgefin út árið 2007.

Seljandinn, Guðrún Erla, óskar eftir tilboðum í bókina, og ef marka er fjölda fyrirspurna er ljóst að mikill áhugi er til staðar.

Samkvæmt óformlegri athugun blaðamanns á leitir.is, er þessi útgáfa bókarinnar frá árinu 1965 aðeins til á örfáum bókasöfnum hér á landi. Fleiri eintök eru til af 1973, 1979 og 1988 útgáfunum á bókasöfnum víða um land.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Potter tekinn við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum