fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Grunaðir þjófar handteknir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. október 2020 05:52

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi voru tveir menn handteknir í hverfi 105, grunaðir um þjófnað. Þeir voru vistaðir í fangageymslu. Skömmu síðar var maður handtekinn í miðborginni eftir að hafa brotið rúðu. Hann var í annarlegu ástandi og var á ferð á rafskútu og með hund. Hann er grunaður um eignaspjöll, vörslu fíkniefna, þjófnað og brot á lögum um velferð dýra.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi brutust tveir menn inn í þvottahús í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Þeir skrúfuðu fyrir vatn en stálu engu.

Síðdegis í gær komst þjófur inn á skrifstofu verslunar í Grafarvogi og náði að hafa lausafé á brott með sér, ekki er vitað hversu mikið fé var um að ræða.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“