Á tíunda tímanum í gærkvöldi brutust tveir menn inn í þvottahús í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Þeir skrúfuðu fyrir vatn en stálu engu.
Síðdegis í gær komst þjófur inn á skrifstofu verslunar í Grafarvogi og náði að hafa lausafé á brott með sér, ekki er vitað hversu mikið fé var um að ræða.
Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.