fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Ráðist á vespumann í Kópavogi

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 1. október 2020 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af nógu hefur verið að taka hjá lögreglunni í dag. Er klukkan var 57 mínútur gengin í átta var ráðist á ökumann vespu í Brekkuhverfi Kópavogs. Hlaut karlmaðurinn minniháttar áverka og skemmdist vespan í fólskulegri árásinni.

Síðar í morgun var kona handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum lyfja. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún ætti við veikindi að stríða. Ökuréttindi konunnar voru afturkölluð af lögreglu.

Aðeins örfáum mínútum síðar slasaðist kona á gangi á Laugavegi. Hlaut konan áverka á höfði og var flutt á slysadeild til læknisskoðunar.

Rétt eftir eitt í dag var svo karlmaður handtekinn í hlíðunum vegna gruns um aksturs undir áhrifum fíkniefna. Við afskipti lögreglu kom í ljós að maðurinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum og um ítrekuð brot að ræða. Við leit lögreglu fundust fíkniefni á manninum. Má maðurinn búast við talsvert hærri sekt og jafnvel fangelsisdóm vegna brota sinna.

Þá sinnti Lögregla á höfuðborgarsvæðinu verkefnum tengdum setningu Alþingis sem fram fór í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu