fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Keyptu 18 flugmiða bara til að stela 159 sígarettukartonum í Keflavík

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 16. september 2020 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo menn í fjögurra og þriggja mánaða fangelsi fyrir stórfelldan og útsmoginn þjófnað á sígarettum úr Leifsstöð.

Þjófnaðurinn var þaulskipulagður af hálfu mannanna, en þeir bókuðu sér í samtals sextán flugmiða frá Leifsstöð til þess eins að komast inn á fríhafnarsvæðið og stela þar sígarettum. Mennirnir fóru ekki alltaf saman og því telja skiptin fleiri en átta. Þá voru þeir dæmdir til þess að greiða fríhöfninni samanlagt rúma milljón í skaðabætur fyrir sígaretturnar sem þeir stálu. Mestu tóku mennirnir 25 karton í einni ferð, og í eitt skipti innrituðu þeir sig þrjá daga í röð í flug frá Íslandi.

Mennirnir fundust ekki og var fyrirkall birt í lögbirtingablaðinu. Það skilaði sér þó ekki í því að þeir mættu, og var því dómur kveðinn upp í fjarveru mannanna. Gera má ráð fyrir að ekki muni takast að birta mönnunum dóminn heldur.

Sem fyrr segir var verðmæti sígarettanna sem þeir stálu samanlagt um milljón. Því vakti skaðabótakrafa fríhafnarinnar talsverða athygli, en hún hljóðaði upp á rúmar 13 milljónir. Það jafngildir því að mennirnir yrðu látnir borga um 8.300 krónur fyrir hvern tollfrjálsan sígarettupakka sem þeir stálu.

Dómstóllinn tók kröfu Fríhafnarinnar ekki til greina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Fréttir
Í gær

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið
Fréttir
Í gær

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni