fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Seldi áfengi ólöglega með barnið laust í bílnum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 12. september 2020 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá klukkan 17:00 í gærkvöldi og þar til klukkan 05:00 í nótt voru 85 mál skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru átta einstaklingar vistaðir í fangageymslu í nótt. 

Laust barn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í gærkvöldi vegna þess að barn var laust í bifreiðinni, þ.e. án öryggisbúnaðar. Við afskipti veitti lögreglan því eftirtekt að mikið magn af áfengi var í bílnum.

Ökumaðurinn, kona á fertugsaldri, viðurkenndi ólöglega sölu áfengis. Aðstandandi kom og tók við barninu og konunni var svo sleppt eftir skýrslutöku. Barnaverndarnefnd var gert viðvart.

Heimilisofbeldi og kannabis.

Tvær konur voru í nótt handteknar grunaðar um heimilisofbeldi. Vörðu þær báðar nóttinni í fangageymslu.

Í Grafarvogi var par handtekið vegna kannabisræktunar. Fundust hjá þeim þrjátíu plöntur og um tvö kíló af tilbúnum efnum. Parið viðurkenndi brotið og var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“