fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bensíni frá Olís

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 18:31

Olís bensínstöð. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem fæddur er árið 1990 var þann 8. júlí síðastliðinn sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa stolið sjö sinnum bensíni af bensínstöðvum Olís, sex sinnum árið 2018 og einu sinni snemma árs 2019. Maðurinn dældi eldsneyti á bíl sinn og ók burtu án þess að greiða fyrir eldsneytið.

Oftast gerðist þetta á bensínstöð Olís að Langatanga í Mosfellsbæ.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa nokkrum sinnum ekið undir áhrifum áfengis og annarra vímugjafa.

Hann játaði brot sín skýlaust og var dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Ennfremur var honum gert skylt að greiða verjanda sínum rúmlega 100 þúsund krónur og annað eins í sakarkostnað.

Krafist var þess að maðurinn yrði ökuleyfissviptur æfilangt en þeirri kröfu var hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu