fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bensíni frá Olís

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 18:31

Olís bensínstöð. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem fæddur er árið 1990 var þann 8. júlí síðastliðinn sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa stolið sjö sinnum bensíni af bensínstöðvum Olís, sex sinnum árið 2018 og einu sinni snemma árs 2019. Maðurinn dældi eldsneyti á bíl sinn og ók burtu án þess að greiða fyrir eldsneytið.

Oftast gerðist þetta á bensínstöð Olís að Langatanga í Mosfellsbæ.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa nokkrum sinnum ekið undir áhrifum áfengis og annarra vímugjafa.

Hann játaði brot sín skýlaust og var dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Ennfremur var honum gert skylt að greiða verjanda sínum rúmlega 100 þúsund krónur og annað eins í sakarkostnað.

Krafist var þess að maðurinn yrði ökuleyfissviptur æfilangt en þeirri kröfu var hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni