fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Kennslanefnd lokið störfum – Allir hinir látnu pólskir ríkisborgarar

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 15:35

Þrír létust í brunanum. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglu á eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg 1 miðar vel að sögn lögreglu. Nú hefur kennslanefnd Ríkislögreglustjóra lokið störfum og kennsl þeirra þriggja sem létust staðfest. Nöfn þeirra verða þó ekki gefin upp að ósk aðstandenda. Öll þeirra sem létust voru pólskir ríkisborgarar sem störfuðu hér á landi.

Einn sem slasaðist alvarlega í brunanum er enn á gjörgæslu en ekkert hefur verið gefið upp um ástand hans. Lögregla hefur lítið tjáð sig um framvindu rannsóknarinnar og versta hún enn allra frétta af rannsókninni.

Fram hefur komið að húsið sem brann var í eigu HD Verks ehf., sem er í eigu H2o ehf., sem er í eigu Kristinns Jóns Gíslasonar. Hvorki hefur náðst í Kristinn Jón né lögmann hans þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir DV. Kristinn Jón, í gegnum áðurnefnd einkahlutafélög, á nokkrar aðrar fasteignir, m.a. næsta Bræðraborgarstíg 3 og stórt iðnaðarhúsnæði á Kársnesbraut 96a í Kópavogi. Hefur DV staðfestar heimildir fyrir því að fjöldi fólks býr í þessum tveim húsnæðum, að því er virðist allt erlent verkafólk og að slökkvilið hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af húsum í hans eigu vegna ófullnægjandi brunavarna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi