fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Þrýsta á að tollar verði lagðir á íslenskan kísilmálm

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 08:00

Kísilver PCC á Bakka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir kísilmálmframleiðendur þrýsta nú á bandarísk stjórnvöld um að innflutningstollar verði lagðir á kísilmálm frá Íslandi. Um fjórðungur af framleiðslu PCC á Bakka er fluttur til Bandaríkjanna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að þetta komi fram í fréttatilkynningu frá Ferroglobe og Missisippi Silicon en þessi fyrirtæki ráða yfir rúmlega helmingi allrar kísilmálmblendisframleiðslu í Bandaríkjunum.

En bandarísku framleiðendurnir beina ekki bara spjótum sínum að Íslandi því þeir leggja einnig til að tollar verði lagðir á sambærilegar vörur frá Bosníu, Malasíu og Kasakstan. Þeir segja að verð á málmi frá þessum fjórum löndum sé 54-85 prósentum lægra í Bandaríkjunum en eðlilegt getur talið sé miðað við hefðbundin aðfangakostnað.

Ekki er vitað hversu stór hluti framleiðslunnar á Bakka, sem hefur verið umskipað á meginlandi Evrópu, hefur ratað til bandarískra endanotenda. Bandarísku fyrirtækin segja að kísilmálmframleiðsla í löndunum fjórum njóti ívilnana sem komi í veg fyrir eðlilega verðmyndun og heilbrigða samkeppni.

Fréttablaðið hefur eftir Rúnari Sigurpálssyni, framkvæmdastjóra PCC á Bakka, að hann geti lítið sagt um málið og bíði enn viðbragða yfirstjórnar PCC í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Glódís er leikfær
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“
Fréttir
Í gær

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Í gær

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Í gær

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Í gær

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Í gær

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli