Um hálfsex-leytið í gær logaði eldur í bíl á bílaverkstæði á Seltjarnarnesi. Gekk greiðlega að slökkva eldinn.
Þetta kemur fram í Dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Alls sinnti lögreglan um 100 málum frá því kl. 17 í gær til 5 í morgun. Fimm gista fangageymslur.
Klukkan 19 í gærkvöld var tilkynnt um árekstur tveggja bíla á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar. Ekki urðu alvarleg slys á fólki.
Um miðnætti var einn maður handtekinn fyrir líkamsárás í heimahúsi. Ekki greinir nánar frá atvikum í dagbókinni.
Um tvöleytið í nótt var kona handtekin fyrir að að sparka í lögreglumenn. Gerðist þetta í austurborginni.
Skömmu fyrir miðnætti handtók lögreglan tvo menn í Mjóddinni sem borguðu ekki fyrir leigubíl og reyndu svo að stela vörum í verslun í Mjóddinni.