fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Þrálátur orðrómur um Lalla Johns kveðinn niður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 14:58

Lalli Johns. Mynd: Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var einhver sem skrifaði þetta á Facebook og síðan hefur síminn ekki stoppað hjá mér. En hann er sprelllifandi og honum líður vel,“ segir Ólafur Haukur Ólafsson, forstöðumaður Draumasetursins, um einn heimilismann sinn, Lárus Björn Svavarsson, sem flestir þekkja undir nafninu Lalli Johns.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ótímabær tíðindi um dauða Lalla Johns fara á flug en mjög rammt hefur kveðið að þeim undanfarið og sumir hafa verið að kveðja hann hinstu kveðju á samfélagsmiðlum.

Lalli var einn þekktasti ef ekki þekktasti utangarðsmaður landsins eftir að Þorfinnur Guðnason heitinn gerði heimildarmynd um hann. Lalli var einnig í viðtali við DV árið 2018. Hann hafði þá verið edrú í fjögur en sá tími nemur nú sex árum.

Í DV-viðtalinu greinir Lalli meðal annars frá pyntingum sem hann var beittur á vistheimilinu í Breiðuvík forðum daga. Hann dvelst á miklu betri stað í dag, Draumasetrinu við Héðinsgötu, en það er áfangaheimili fyrir óvirka fíkla. Draumasetrið hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins árið 2016.

„Við erum með tvö heimili núna, 42 eins manns herbergi við Héðinsgötu og svo vorum við að opna nýtt húsnæði við Stórhöfða 15 þar sem eru 25 eins manns herbergi,“ segir Ólafur en Draumasetrið nýtur engra opinberra styrkja. Hins vegar láta einstaklingar fé af hendi rakna til starfseminnar. „Stundum vitum við ekki einu sinni hver gefandinn er,“ segir Ólafur en bætir við að það hafi líka skipt sköpum að starfsfólk hafi gefið vinnu sína við starfsemina fyrstu sjö árin. Ekki sé hægt að reka svona starfsemi nema af hugsjónamennsku.

Að sögn Ólafs er Lalli við ágæta heilsu en hann er þó orðinn nokkuð lúinn og hefur tapað heyrn. Lalli, sem ekki notar farsíma lengur, var ekki við er DV hafði samband við Draumasetrið, en allt er gott af honum að frétta. Sagði Ólafur að orðrómur um dauða Lalla hefði byrjað að skjóta upp kollinum eftir að hann varð edrú og virðist stafa af því að fíklar sjá hann ekki lengur í sínum röðum og af því draga sumir þá álytkun að hann sé ekki í tölu lifenda.

Fólk er beðið um að dreifa ekki sögum um andlát Lalla Johns. Hann er við góða heilsu í dag – og bláedrú.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim