fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Ósátt við ummæli Andrésar: „Gefur hreinlega í skyn að foreldrar séu að dópa börnin sín“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 10:20

Andrés Magnússon yfirlæknir hjá Embætti landlæknis. Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér túlkar yfirlæknirinn jákvæða virkni ADHD lyfja eins og um misnotkun fíkils væri að ræða, eða sem kannski verra er gefur hreinlega í skyn að foreldrar séu að dópa börnin sín.“

Þetta segir í yfirlýsingu sem stjórn ADHD-samtökin hafa sent frá sér. Tilefnið er viðtal við Andrés Magnússon, yfirlækni hjá Embætti landlæknis, sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag en í viðtalinu var meðal annars rætt um mikla notkun ADHD-lyfja hér á landi. Hefur notkun á metýlfenítdat-lyfjum aukist um 150 prósent síðustu tíu ár.

„Líkt og áður hefur borið við í málflutningi starfsmanna Embættis landlæknis, ýjar yfirlæknirinn að því að notkun ADHD lyfja sé óeðlilega mikil á Íslandi, greinir frá aðgerðum embættisins til að draga úr notkun ADHD lyfja hér á landi og talar um að það sé „…einhver rosalegur þrýstingur í samfélaginu um að fleiri og fleiri fái þessi lyf.“ Í ofanálag opinberar yfirlæknirinn vanþekkingu sína á virkni ADHD lyfja, þegar hann segir þau geta valdið því að “… börn taki ekki út allan vöxt“ og veltir því upp sem mögulegri skýringu á vaxandi notkun, að hér á landi sé „… meira álag á fólki…“ eða „… meiri krafa um að geta einbeitt sér lengur og sitja kjurr?“. Hér túlkar yfirlæknirinn jákvæða virkni ADHD lyfja eins og um misnotkun fíkils væri að ræða, eða sem kannski verra er gefur hreinlega í skyn að foreldrar séu að dópa börnin sín,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.

Að mati ADHD-samtakanna hefur orðið mikil viðhorfsbreyting í samfélaginu gagnvart ADHD. Þeirri skömm sem áður ríkti um ADHD hafi verið eytt að mestu. Þá átti fleiri sig á þeim meðfæddu eiginleikum sem í ADHD geta falist og sækja sér læknisfræðilega greiningu.

„Þetta á líka við um fullorðna einstaklinga, enda löngu þekkt að bæði fullorðnir sem heild, og um leið ekki síst konur og stúlkur eru hópar sem hafa verið vangreindir fram til þessa. Ekki einungis hér á landi, heldur um allan heim.“

ADHD-samtökin benda á að örvandi ADHD-lyf séu ekki eina úrræðið sem stendur til boða, en um leið sú meðferð sem skilar langsamlega bestan árangur.

„Í ofanálag eru t.d. sálfræðiþjónusta og aðrar leiðir en geðlæknaþjónusta og lyfjameðferð ekki niðurgreidd af hinu opinbera. Jafnvel í tilfelli barna sem vissulega eiga rétt á slíkri niðurgreiðslu neyðast foreldrar til að borgar fúlgur fjár úr eigin vasa þar sem kerfið segir einfaldlega nei.“

ADHD-samtökin segja í yfirlýsingu sinni að Embætti landlæknis beri að sjálfsögðu að hafa eftirlit með lyfjanotkun almennt, en í þessu tilfelli sé löngu tímabært að embættið hætti að „hjakka í gömlum hjólförum“ eins og það er orðað.

„Að mati ADHD samtakanna ætti Embætti landlæknis frekar að fagna viðleitni fólks með ADHD til að leita eftir greiningum og úrræðum sem bætt geta líf þess, hvort sem um ræðir börn eða fullorðna. Herferð landlæknisembættisins gegn notkun gagnreyndra lyfja sem fyrir löngu hafa sannað jákvæða virkni sína fyrir fólk með ADHD verður að linna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs