fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Misskilið armband

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. september 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var fátt fyrirferðarmeira í fréttum í vikunni en Íslandsheimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Meðal þess sem Pence gerði þessar nokkru klukkustundir á landinu var að funda með forseta vorum, Guðna Th. Jóhannessyni. Glöggir einstaklingar tóku eftir litríku armbandi sem Guðni bar á fundinum. Stukku margir á vagninn og töldu þetta regnbogaarmband, skýra stuðningsyfirlýsingu við hinsegin fólk sökum þess að varaforsetinn hafi lýst yfir andúð sinni í garð LGBTQI+ samfélagsins. Meðal þeirra sem hrósaði Guðna fyrir samstöðuna var stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson. Hins vegar var armbandið alls ekkert regnbogaarmband, heldur armband til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, en faðir Guðna lést úr þeim skæða sjúkdómi þegar að Guðni var táningur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið