fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Svarthöfði byrstir sig – Dagskráin á RÚV getur ekki orðið mikið verri

Svarthöfði
Laugardaginn 14. september 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir varpaði sprengju á dögunum, sprengju sem Svarthöfði var búinn að bíða óþreyjufullur eftir. RÚV af auglýsingamarkaði. Var þetta í alvörunni satt? Svarthöfði þurfti að margsmella á fréttir af þessum tíðindum og flakkaði á milli virtustu vefmiðla landsins til að athuga hvort þetta væri ekki örugglega satt.

Eins og óður maður hrópaði Svarthöfði upp svo skalf í trébitunum í loftinu þegar hann komst að raun um að þetta væri satt. Lilja „nagli“ Alfreðsdóttir ætlaði að gera það sem hefur verið karpað um svo lengi sem elstu menn muna. Svarthöfði hélt að það næðist almenn og breið sátt um þessar pælingar sem hafa verið svo lengi í farvatninu. Annað kom hins vegar á daginn.

Allt í einu poppuðu upp gelgreiddir auglýsingagerðarmenn í flauelsjökkum og kveinkuðu sér mjög yfir fregnunum. Þessi aðgerð Lilju myndi þýða fall íslenskrar kvikmyndagerðar, þar sem svo margir kvikmyndagerðarmenn drýgja tekjurnar með auglýsingagerð. Það væri auðvitað ekki hægt að birta dýrar og fínar auglýsingar nema á RÚV. Nú spyr Svarthöfði eins og algjört flón: Hvar voru þessar gagnrýnisraddir í öll þessi ár sem talað hefur verið um að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Það eru ekki eins og þetta séu nýjar fréttir. Getur verið að þessi bomba Lilju hafi verið gullið tækifæri fyrir auglýsingastofumógúla til að halda sér í umræðunni í skugga uppsagna og taprekstrar íslenskra auglýsingastofa? Svarthöfði spyr sig.

Aðrar raddir sem Svarthöfða finnst svolítið kostulegar eru þær sem halda því fram að RÚV tapi sjálfstæði sínu ef stofnunin er tekin af auglýsingamarkaði. Sama fólk kvartar yfir einkareknum fjölmiðlum og þeirra meinta ósjálfstæði sem sé ofurselt fjármagnsöflum. Hvaða endemis bull er þetta? Þeir sem þekkja fjölmiðlaumhverfi vita hve heftandi það getur verið, ef eigendur eru þöngulhausar, að vera á auglýsingamarkaði. Og þeir sem þekkja fyrrnefnt umhverfi vita að ríkissjónvörp í löndunum í kringum okkur eru einmitt ekki á auglýsingamarkaði til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði.

Svarthöfði horfir reyndar lítið á RÚV þar sem hann er lítið fyrir sinfóníutónleika, heilalausa spurningaleiki um málfar og fréttir af tveimur frænkum á Súgandafirði sem fundu sjaldgæfa skel í fjörunni. Svarthöfði telur að dagskrá RÚV geti ekki orðið mikið verri og telur það frábæra hugmynd að taka stofnunina af auglýsingamarkaði. Þá myndu stjórnendur kannski hugsa sig tvisvar um áður en þeir eyða almannafé í vitleysu og búa til alvöru gæðaefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum