fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Kallað eftir þátttöku allra kynslóða í allsherjarverkfalli fyrir loftslagið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2019 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ungmennasamtökin sem hafa skipulagt verkföll fyrir loftslagið á Austurvelli undanfarið hálft ár skora nú á foreldra, ömmur og afa, frændur og frænkur að fylkja liði með börnum sínum og mæta með þeim á Austurvöll föstudaginn 20. september.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum aðgerðanna.

Í tilkynningunni segir að þann 20. september muni milljónir barna og ungmenna um allan heim efna til allsherjarverkfalls fyrir loftslagið. Alls staðar sé ákallið hið sama: Við þurfum að taka höndum saman, allar kynslóðir, í baráttunni gegn loftslagshamförum sem ógna náttúru og lífríki jarðar.

„Viðburðurinn markar upphaf allsherjarverkfallsviku sem stendur til 27. september. Klukkan 17:00 þann 20. september verður stór ganga allra kynslóða frá Hallgrímskirkju á Austurvöll. Þar mun fólk á öllum aldri ávarpa fundinn í bland við tónlistarflutning og önnur atriði. Fundurinn mun leggja fram áskorun til stjórnvalda og undirskriftarsöfnun vegna hennar verður sett í loftið.“

Skipuleggjendur eru Landssamtök íslenskra stúdenta, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Ungir umhverfissinnar, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Vakandi og Landvernd.

Dagskrá 20. september:

12:00 Hefðbundið verkfall ungmenna á Austurvelli, öll velkomin
13.00 til 16:00 Bolaprentun og skiltagerð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur
17.00 Ganga frá Hallgrímskirkju að Austurvelli
17.30 Ávörp, áskorun og tónlist til 19.30

21. til  27. september:

12:00 Verkfall í hádeginu á hverjum degi
Ýmsir hliðarviðburðir, nánari upplýsingar facebook.com/loftslagsverkfall

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings