fbpx
Sunnudagur 25.janúar 2026
Fréttir

Tekjublað DV: Sala, skilnaður og Skúli

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 21:15

Sigmar Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið var viðburðaríkt hjá veitingamanninum Sigmari Vilhjálmssyni, eða Simma eins og hann er oftast kallaður. Simmi seldi til að mynda allan hlut sinn í rekstri Keiluhallarinnar í Egilshöll og Hamborgarafabrikkunni um mitt árið en Jóhannes Stefánsson í Múlakaffi keypti hluti hans. Kom þetta mörgum í opna skjöldu, enda Hamborgarafabrikkan hugarfóstur Simma og vinar hans, Jóhannesar Ásbjörnssonar, hins hlutans í tvíeykinu Simmi og Jói.

Í framhaldinu fóru Simmi og Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway, í hár saman fyrir dómstólum þar sem Simmi vann. Snerist málið um ósætti milli Skúla og Simma um ferðaþjónustuverkefni á Hvolsvelli. Til að bæta gráu ofan á svart þá skildi Simmi eftir tuttugu ára samband á árinu en fann ástina fljótt í örmum lögfræðingsins Elínar G. Einarsdóttur. Simmi hefur einnig verið duglegur að tjá sig um málefni líðandi stundar og er oft nefndur samfélagsrýnir, bæði af þeim sem eru honum sammála og hinum. Um mitt þetta ár var hann síðan ráðinn talsmaður nýs félags í eigu svína-, eggja- og kjúklingabænda.

Laun: 1.402.628 kr.

Allt um tekjur yfir tvö þúsund Íslendinga í Tekjublaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna

Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna
Fréttir
Í gær

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“
Fréttir
Í gær

Lilja vill verða formaður Framsóknarflokksins

Lilja vill verða formaður Framsóknarflokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump og fjölskylda hans hafa auðgast um stjarnfræðilegar upphæðir síðasta árið

Trump og fjölskylda hans hafa auðgast um stjarnfræðilegar upphæðir síðasta árið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjúkandi vond út í Vinnumálastofnun – „Óásættanleg og hreinlega móðgandi“

Fjúkandi vond út í Vinnumálastofnun – „Óásættanleg og hreinlega móðgandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri misþyrmdi 12 ára dreng

Maður á sjötugsaldri misþyrmdi 12 ára dreng