fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Viltu komast upp með kynferðisbrot?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. júlí 2019 09:15

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum,“ segir í hegningarlögum. Stundin greindi frá því á mánudag að maður hefði játað hjá lögreglu að hafa haft endaþarmsmök við 17 ára kærustu sína á meðan hún var sofandi, og játaði hann þar að auki að vita vel að hún væri mótfallin slíkum samförum.

Þessi atvikalýsing hljómar eins og klippt og skorin sakfelling fyrir nauðgun, en svo reyndist ekki vera. Hvorki lögregla né ríkissaksóknari töldu tilefni til að taka málið til rannsóknar þar sem maðurinn hefði ekki verið að játa ásetningsbrot því hann sagðist hafa verið sofandi þegar hann framdi ódæðið.

Játningin kom fram þegar maðurinn var yfirheyrður vegna gruns um að hafa brotið kynferðislega gegn dætrum sínum. Leyfið mér að endurtaka: Dætrum sínum! Hann játar kynferðisbrot við yfirheyrslu vegna gruns um ANNAÐ kynferðisbrot en lögregla sér enga ástæðu, alls enga, til að hefja rannsókn.

Það er engum vafa undiropið að það er ólöglegt að hafa samfarir við sofandi manneskju. En er það löglegt ef gerandinn segist líka hafa verið sofandi? Þessi niðurstaða er kjaftshögg fyrir brotaþola nær og fjær og skilaboðin til samfélagsins eru ógnvekjandi:

„Viltu komast upp með kynferðisbrot? Ekki örvænta! Segðu bara að þú hafir verið sofandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið