fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Hafþór Júlíus hyggst lögsækja konur vegna ærumeiðinga

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 09:20

Hafþór Júlíus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, hefur falið lögmanni sínum að lögsækja tvær konur fari þær ekki að kröfu hans um að fjarlægja ummæli sín um Hafþór.

Fréttablaðið greinir frá í gær.

Í niðurlagi bréfs til ungrar konu segir: „Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist að þér fjarlægði án  tafar framangreind ummæli.“ Samkvæmt bréfi lögmannsins sagði konan í athugasemdum á samfélagsmiðlum að Hafþór Júlíus væri níðingur (abuser) og segir að hann hafi að ósekju mátt þola mikla umfjöllun af þessu tagi.

Viðtal við barnsmóður Hafþórs var birt í Fréttablaðinu 24. júní 2017, þar greindi kona frá því að hún hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu Hafþórs Júlíusar, ekki var leitað viðbragða Hafþórs við vinnslu þess.

„Þá eru engin gögn til sem styðja þær fullyrðingar og ásakanir sem þar koma fram. Á sínum tíma tók umbjóðandi minn þá ákvörðun að aðhafast ekki vegna viðtalsins og þeirra ummæla sem hann mátti þola í kjölfarið. Umbjóðandi minn mun hins vegar ekki lengur sitja undir þessum ásökunum,“ segir í bréfi lögmannsins. „Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist að þér fjarlægið án tafar framangreind ummæli og öll önnur ummæli sem þér kunnið að hafa viðhaft um umbjóðanda minn. Þá er þess enn fremur krafist að þér látið af framangreindri háttsemi.Að öðrum kosti gæti komið til málshöfðunar og skaðabótakröfu. Viðbragða er krafist innan sjö daga.“

Í samtali við Fréttablaðið segir konan að hún sé búin að eyða ummælunum. Bréfið sé hins vegar síst til þess fallið að auka álit sitt á Hafþóri. Hún segist vera að undirbúa að leita sér lögfræðiaðstoðar vegna málsins. Henni sé kunnugt um að önnur kona hafi fengið álíka bréf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár