fbpx
Sunnudagur 25.janúar 2026
Fréttir

Lögreglan notaði piparúða á ökumann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. desember 2019 08:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um kvöldmatarleytið í gær var tilkynnt um umferðaróhapp í Kópavogi. Ökumaður reyndi að komast fótgangandi í burtu frá vettvangi en var handtekinn stuttu síðar. Lögreglumenn þurftu að nota varnarúða við handtökuna. Einn lögreglumaður slasaðist í átökum við ökumanninn. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna og var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá því að laust eftir kl. 2 í nótt óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í bíl hans. Var þetta í miðbænum. Eftir að tókst að vekja farþegann neitaði hann að segja til nafns eða gefa upp kennitölu og þá neitaði farþeginn einnig að greiða fyrir akstur leigubílsins. Farþeginn var handtekinn og laus eftir að búið var að staðfesta hver hann væri.

Klukkan hálftíu í gærkvöld var bíll stöðvaður í miðbænum sem hafði verið tilkynntur stolinn. Tveir menn voru í bílnum og voru þeir báðir handteknir í þágu rannsóknar málsins. Auk bílþjófnaðar er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, að aka sviptur ökuréttindum og fyrir vörslu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur lagði Heiðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sá dularfullt par við Landakotskirkju – Svartri tösku kastað í runna

Lögreglan sá dularfullt par við Landakotskirkju – Svartri tösku kastað í runna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð fær nýtt útlit – Kostnaður borgarinnar 525 milljónir

Langahlíð fær nýtt útlit – Kostnaður borgarinnar 525 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir Íslendingar viðurkenna að tilkynna sig veika án þess að vera veikir

Margir Íslendingar viðurkenna að tilkynna sig veika án þess að vera veikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Dæmið mig af verkum mínum, ekki af einhverju sem ég kom hvergi nærri“

„Dæmið mig af verkum mínum, ekki af einhverju sem ég kom hvergi nærri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Willum ætlar ekki í formannsframboð en hvetur aðra manneskju til þess

Willum ætlar ekki í formannsframboð en hvetur aðra manneskju til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir klúður í vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar hafa valdið fjölda fólks líkamstjóni

Segir klúður í vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar hafa valdið fjölda fólks líkamstjóni