fbpx
Föstudagur 16.janúar 2026
Fréttir

Gámaþjónustan verður TERRA

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2019 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gámaþjónustan, Gámaþjónusta Norðurlands, Efnamóttakan og Hafnarbakki skipta um nafn í dag og munu héðan í frá verða Terra,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Terra er latneskt heiti jarðargyðjunnar og eitt af nöfnum plánetunnar sem er heimkynni okkar allra og á vel við, enda snýr allt okkar starf að bættri umgengni við jörðina.

Í tilkynningunni segir að nýtt merki félagsins byggi á hringformi sem vísar til jarðarinnar, en einnig birtist í merkinu spírað fræ, tákn sjálfbærni og endurnýjunar til framtíðar.

„Terra skilgreinir sig sem fyrirtæki í umhverfisþjónustu, býður upp á lausnir til söfnunar og flokkunar á úrgangi og endurvinnsluefnum, og sér um að koma þessum efnum í réttan farveg. Terra starfar um land allt.

Terra vinnur að því með viðskiptavinum félagsins að flokka sem mest og hvetur jafnframt til minni notkunar á umbúðum og efnum sem þarfnast sérstakrar meðhöndlunar. Markmið Terra er að skilja ekkert eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þingmaður meðal á þriðja tug manna sem lagt hafa fram sameiginlega kæru gegn Reykjavíkurborg

Þingmaður meðal á þriðja tug manna sem lagt hafa fram sameiginlega kæru gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Danir og Grænlendingar ánægðir með fundinn mikilvæga en Bandaríkin vilja enn komast yfir Grænland – Kauptilboð sagt vera í undirbúningi

Danir og Grænlendingar ánægðir með fundinn mikilvæga en Bandaríkin vilja enn komast yfir Grænland – Kauptilboð sagt vera í undirbúningi
Fréttir
Í gær

Geirfinnsmálið: Sakar Valtý um að hafa haft afskipti af vitnum og málsaðilum í 50 ár

Geirfinnsmálið: Sakar Valtý um að hafa haft afskipti af vitnum og málsaðilum í 50 ár
Fréttir
Í gær

Myndband frá Íslandi vekur gríðarlega athygli

Myndband frá Íslandi vekur gríðarlega athygli