fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Aumt einelti

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. október 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau fleygu orð voru látin falla á samfélagsmiðlum, eftir að DV sagði frá umdeildum brandara um Hildi Lilliendahl sem varð til þess að brandarasíðu á Facebook var lokað, að DV legði Hildi í einelti. Sandkornaskrifari ákvað að gamni að fletta upp hve mikið hefur verið skrifað um Hildi það sem af er ári. Niðurstaðan: 29 greinar, um það bil ein grein á tíu daga fresti. Af þessum 29 greinum eru fjórar greinar um Málfrelsissjóð sem var til að mynda stofnaður til að létta undir kostnað Hildar vegna ærumeiðingardóms sem hún hlaut í Hlíðarmálinu svokallaða. Þrjár greinar eru um Hlíðarmálið. Þrjár greinar innihalda jákvæð orð Hildar um ráðhúskisann sáluga, Guðna forseta og Margréti Pálu. Þrjár um Jón Baldvin Hannibalsson. Auk þess tvær aðrar greinar sem vakið hafa athygli á femínískum málstað Hildar. Alls fimmtán greinar. Hinar fjórtán fjalla til að mynda um nýlegan pistil Áslaugar Örnu, gagnrýni Hildar á viðtal við vændiskonu, úttekt á mötuneytismat ráðhússins, eitt sandkorn, skrif upp úr pistli Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Fréttablaðinu. Svo má ekki gleyma að tvær af þessum fjórtán fjalla um fyrrnefndan brandara. Þetta er nú allt eineltið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“