fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Ráðhússkisinn allur – Margir minnast Emils: „Við vorum miklir mátar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. október 2019 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ráðhússkisinn hann Emil er allur. Hann lenti í slysi 10. september og kom illa leikinn í Ráðhúsið. Húsverðir Ráðhússins komu honum undir læknishendur en því miður var hann svo illa farinn að hann var svæfður.“

Þetta segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg og kemur þar fram að Emil hafi best liðið í fjölmenni og fann hann sér oft stað til að leggja sig á þegar haldnir voru fundir og móttökur í Tjarnarsalnum.

„Hér í Ráðhúsinu átti hann marga góða vini sem hann gladdi með komum sínum og uppátækjum,“ segir áfram í tilkynningunni. „Hann kom oft á borgarstjórnarfundi og tók þátt í að minnsta kosti tvennum kosningum. Megi sá sómaköttur hvíla í friði. Aðstandendum Emils færum við innilegar samúðarkveðjur.“

Fjölmargir minnast Emils á samfélagsmiðlum, á meðal þeirra eru Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg.
„Ég kveð sómaköttinn Emil með söknuði og þökkum fyrir dásamleg kynni og fallegar samverustundir. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína,“ skrifar Hildur.

Líf sendir þeim sem þóttu vænt um hann hugheilar kisukveðjur. „Við vorum miklir mátar. Spjölluðum og keluðum þegar við hittumst. Fórum einu sinni í mat saman. Ég á eftir að sakna hans,“ segir Líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings