fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast

Svarthöfði
Sunnudaginn 21. júlí 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessum heimi er margt skrýtið sem Svarthöfði undrar sig á. Svarthöfði er átakafælinn að eðlisfari en finnst fátt skemmtilegra en að vera áhorfandi að deilum annarra. Það sem bar hæst í vikunni að mati Svarthöfða er sögulegt fall Birgittu Jónsdóttur af fjarstýrðu, leðurklæddu gaddahásæti Pírata. Þvílík mannfræðirannsókn sem það var í sjálfu sér að horfa á átakafund innan Píratahreyfingarinnar þar sem Píratinn Helgi Hrafn jós svívirðingum yfir Birgittu.

Þótt Svarthöfða finnist ekkert sérlega gaman að horfa upp á „mannorðsmorð“, eins og Birgitta sjálf kallar aðförina, þá er mikil skemmtun að fylgjast með eftirleiknum. Þá var sko poppað. Í stóra skál.

Sumir settu Birgittu í sama hóp og mikilmennið Júdas. Mann sem var rækilega stunginn í bakið. Einhverjir rætnir töldu hið sanna eðli Birgittu loksins vera afhjúpað. Svo voru það þeir sem nýttu tækifærið til að níða skóinn af Pírötum upp til hópa. Loksins, loksins. Því fannst Svarthöfða merkilegast að fylgjast með.

Flokkurinn var kallaður „handónýtur“ og einhverjir fullyrtu að byltingin væri að éta börnin sín eftir að upptöku af átakafundinum var lekið á netið. Svarthöfða finnst fyndið að sjá hve fljótt fólk var að grípa til vopna gegn umdeildum flokki Pírata. Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast.

Svarthöfða finnst það ekki síst spaugilegt í ljósi þess að þarna var ekkert baktal. Ekkert leynimakk. Þarna voru tveir einstaklingar að skiptast á skoðunum. Öðrum heitt í hamsi – hinn bar sig illa. Annar lét gamminn geisa – hinum fannst orðræðan ekki svaraverð. Svarthöfða finnst samt gleymast að sá sem sat undir ásökunum og fúkyrðum gerði nefnilega það – sat undir þeim. Gat svarað fyrir sig. Svarthöfða finnst hressandi að fylgjast með slíkum umræðum. Sem eiga sér ekki stað á bar. Sem innihalda ekki fordóma gagnvart minnihlutahópum. Og sem ekki eiga sér stað í blakkáti. Þótt síðarnefndu umræðurnar virki mun meira spennandi þá virðast þær gleymast fyrr. Skrýtið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu