fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Barnaníðingurinn Þorsteinn sleppur fyrr út

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. maí 2019 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Þorsteini Halldórssyni. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Landsréttur mildaði þá refsingu niður í fimm og hálft ár.

DV fjallaði ítrekað um mál Þorsteins í fyrra. Þorsteinn hefur verið formaður Baldurs, eins af félögum Sjálfstæðismanna í Kópavogi, um árabil en flokkurinn fjarlægði nafn hans af heimasíðu sinni.

RÚV greinir frá dómnum en þar kemur fram að ástæða þess að dómur hans er mildaður er meðan hann var dæmdur í héraði fyrir þrjár nauðganir þá taldi Landsréttur að aðeins hefði tekist að sanna eina.

Þorsteinn sakaður um að hafa borið fíkniefni í átján ára pilt með þeim afleiðingum að hann var nánast meðvitundarlaus í viku. Þorsteinn braut  ítrekað á piltinum í um tvö ár og hófust brot þegar drengurinn var fimmtán ára.

Foreldrar piltsins veiddu Þorstein í gildru, líkt og DV greindi frá síðasta sumar. Þá tók hann klámmyndir af piltinum og geymdi í læstri möppu í farsíma sínum.  Foreldrar piltsins lýsa því hvernig ýmsir vankantar voru á rannsókn lögreglu á málinu en þau segja Þorstein í raun hafa setið um hús þeirra í tvö ár. Hann hafi einfaldlega verið með son þeirra „á heilanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK