fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Ísold er feit fyrirsæta – Ræðir neikvæða líkamsímynd í Vice: „Hélt ég að ég þyrfti að grennast til að verða falleg“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndagerðarmaðurinn, fyrirsætan og aktívistinn Ísold Halldórudóttir hefur sett af stað herferð gegn neikvæðri líkamsímynd. Herferðin er til umfjöllunar hjá kanadíska vefmiðlinum Vice en Ísold hefur verið dugleg að birta myndir af sér undir myllumerkinu #fatgirloncam að undanförnu.

„Myllumerkið #fatgirloncam er í raun bara heiðarleg framsetning á því hver ég er og hvernig ég lít út. Mér finnst mikilvægt að nota orðið fita til að lýsa mér vegna þess að þjóðfélagið hefur snúið því orði í neikvæða merkingu. Orðið er hvorki jákvætt né neikvætt. Þetta er orð sem mikið af fólki hefur notað gegn mér. Núna er ég búinn að sætta mig við þetta af því að það er ekkert að því að vera feitur rétt eins og það er ekkert að því að vera of grannur eða venjulegur,“ segir Ísold í samtali við Vice.

„Þegar ég var yngri hélt ég að ég þyrfti að grennast til að verða falleg. Slíkar hugmyndir eru enn til staðar, ekki bara hjá ungum stúlkum heldur í hugum allra. Hugmynd fólks um að eina leiðin til að að fá viðurkenningu í samfélaginu sé að vera í sérstakri þyng er svívirðileg,“ segir Ísold.

Eins og áður segir er Ísold dugleg að birta myndir af sér á Instagram undir myllumerkinu #fatgirloncam en hér að neðan má sjá nokkur dæmi.

https://www.instagram.com/p/Blsmh1FFOov/?taken-by=isoldhalldorudottir

https://www.instagram.com/p/BlpiBiGFHJz/?taken-by=isoldhalldorudottir

https://www.instagram.com/p/BdYTs0LhdfR/?taken-by=isoldhalldorudottir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut

Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut
Fréttir
Í gær

Skoða megi atburði dagsins sem fyrirboða um framtíð Grænlands og ekki ólíklegt að Ísland komi þar við sögu

Skoða megi atburði dagsins sem fyrirboða um framtíð Grænlands og ekki ólíklegt að Ísland komi þar við sögu
Fréttir
Í gær

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar