fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Mikil röskun á flugi í Keflavík – Farþegar komast hvorki út í vél eða inn í flugstöðina: „Við erum bara fá okkur frítt te og kaffi“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 09:38

Staðan á Keflavíkuflugvelli kl. 9:30 í morgun. Mynd birt með leyfi farþega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil röskun er á flugi er á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs, flugvélar geta lent og tekið á loft en vandinn er að ekki er hægt að hleypa farþegum um borð eða koma þeim úr vélinni. Allar landgöngubrýr eru lokaðar þangað til veður lægir. Þrjár vélar frá WOW Air bíða eftir að komast í loft og samkvæmt upplýsingum frá Isavia er ein vél frá Delta og ein vél frá Finnair að bíða með að hleypa farþegum inn í flugstöðina.

Flugvél WOW Air á leið til Barcelona bíður á flugvellinum í Keflavík á meðan flugmaður tekur ákvörðun um hvort vélin eigi að fara á loft og skilja 38 farþega eftir á Íslandi eða bíða til kl. 14 eftir því að veðri lægi. Farþegi um borð í vélinni segir í samtali við DV að vélin hafi átt að fara í loftið kl. 7 í morgun, farþegar fóru um borð í morgun í gegnum göng en vindurinn hafi verið það mikill að flugvélin hafi þurft að færa sig frá göngunum áður en allir voru komnir um borð.

„Við fórum um borð í gegnum svokölluð „tunnel“ en svo kom svo mikil vindur að vélin mátti ekki liggja við þetta „tunnel“. Þá þurfti flugmaðurinn að keyra frá og loka hurðinni,“ segir farþegi sem vildi ekki láta nafn síns getið í samtali við DV. Annar farþegi um borð staðfesti frásögnina.

Hver er staðan núna?

„Flugmaðurinn sagði okkur að hann þurfi að taka ákvörðun um hvort hann eigi skilja fólk eftir í Keflavík eða bíða til klukkan tvö. Það eru 38 sem bíða inni í flugstöðinni, töskurnar þeirra eru komnar inn í vél og það er ekki hægt að opna hurðina til að ná þeim út. Við sem erum um borð erum bara fá okkur te og kaffi.“

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við DV að landgangarnir séu ekki í notkun eins og er vegna veðurs: „Það er af öryggisástæðum sem við gerum það þegar vindhraðinn fer yfir 50 hnúta.“  Það eru 25 metrar á sekúndu. Guðjón segir að fjórar vélar frá Icelandair séu í sömu stöðu og flug WOW til Barcelona. „Starfsfólk okkar bíður við vindmælana og um leið og færi gefst til þá fer allt í gang.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku