fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fréttir

Umhverfisvæna skipið legið við bryggju í tíu mánuði

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. október 2018 14:00

Stormur HF 294 Fólk undrandi á kyrrsetu skipsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi Storms Seafood hefur ákveðið að hætta í útgerð og sett nýsmíðað skip sitt á sölu. Skipið vakti töluverða athygli þegar það kom til lands fyrir tæpu ári en það var þá fyrsta hálfrafknúna fiskiskipið. Það hefur hins vegar legið við bryggju síðan þá og aldrei verið notað til veiða. Eigandinn segir persónulegar ástæður og efnahagsumhverfi liggja þar að baki.

 

Tvö ár í smíði

Athygli vakti þegar línu- og netaskipið Stormur HF 294 kom til hafnar í Reykjavík þann 18. desember síðastliðinn. Þetta var fyrsta nýsmíði í línuskipaflotanum í sextán ár og auk þess fyrsta fiskiskipið sem var rafknúið að hluta. Almenn ánægja var með að Íslendingar væru að stíga fyrsta skrefið í að rafvæða fiskiskipaflotann eins og Norðmenn hafa verið að gera.

Skrokkur skipsins var keyptur á Nýfundnalandi fyrir nokkrum árum af félaginu Stormur Seafood ehf. Þá var hann fluttur til Gdansk í Póllandi og í tvö ár var unnið að því að lengja skipið, rafvæða það og koma fyrir nýjustu og fullkomnustu tækjunum. Kerfið heitir Diesel Electric og veldur betri eldsneytisnýtingu.

Ætla mætti að skipið hefði tafarlaust verið tekið til notkunar fært afla í höfn á umhverfisvænan og fullkominn máta. En svo er ekki því að Stormur HF 294 hefur legið í Reykjavíkurhöfn í rúma tíu mánuði og ekki fiskað neitt. Þykir mörgum sjómönnum og öðrum sem starfa við höfnina þetta hin mesta furða.

 

Eiga fimm prósent í Stundinni

Steindór Sigurgeirsson er eigandi Storms Seafood. Aðspurður hvers vegna skipið hafi ekki farið úr höfn segir hann:

„Það er nú ástæða fyrir því. Við höfum verið að græja svolítið í skipinu en svo erum við komnir með það í söluferli.“

Ætlaðir þú að nýta það til veiða?

„Já, ég ætlaði að gera það en svo ákvað ég að hætta í útgerð.“

Áður hefur verið fjallað um eignarhaldið á Stormi Seafood en hluti fyrirtækisins er í eigu erlendra fjárfesta, Nautilus Fisheries LTD í gegnum önnur félög. Í frétt RÚV frá árinu 2010 var sagt að Nautilus væri í eigu Kínverja, einnar ríkustu fjölskyldu Asíu sem Steindór hafi kynnst í Hong Kong. Steindór segir þetta hafa verið rangan fréttaflutning og það væri í raun breskur viðskiptafélagi hans sem ætti hlutinn. Sá maður er Jason Whittle.

Útgerð er ekki það eina sem Steindór og Jason hafa fjárfest saman í. Þeir keyptu til að mynda veitingastaðinn Kaffi Reykjavík árið 2012. Þá eiga þeir um fimm prósenta hlut í Stundinni í gegnum Storm Seafood og eignarhaldsfélagið Fjélagið.

Af hverju ertu að hætta í útgerð?

„Það eru ýmsar ástæður fyrir því, þar á meðal persónulegar. Krónan er orðin mjög sterk og erfitt að reka lítið fyrirtæki í þessum geira.“

Steindór segir skipið hafa verið til sölu í nokkra mánuði en nú sé að rofa til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tveir unglingar fluttir á bráðamóttöku eftir að flugeldar sprungu framan í þá

Tveir unglingar fluttir á bráðamóttöku eftir að flugeldar sprungu framan í þá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unga parið var myrt fyrir 40 árum síðan – Dóttir þeirra hefur enn ekki fundist

Unga parið var myrt fyrir 40 árum síðan – Dóttir þeirra hefur enn ekki fundist
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta hafa Íslendingar að segja um nýju takmarkanirnar – „HVAÐA ANDSKOTANS VITLEYSA ER ÞETTA!!“

Þetta hafa Íslendingar að segja um nýju takmarkanirnar – „HVAÐA ANDSKOTANS VITLEYSA ER ÞETTA!!“