Skandinavíska flugfélagið SAS hefur ákveðið að kaupa 50 Airbus A320neo flugvélar. Vélarnar verða afhentar á árunum 2019 til 2023 og kosta um 25 milljarða danskra króna.
Í fréttatilkynningu frá SAS kemur fram að félagið hafi tekið fyrstu Airbus A320neo vélar sínar í notkun á síðasta ári og hafi farþegar verið mjög ánægðir með þær. Það sé þess vegna ánægjulegt að geta bætt fleiri vélum sömu tegundar við flugflotann.
SAS er nú með 17 Airbus A320neo í notkun og á eftir að fá 13 afhentar til viðbótar úr þeirri pöntun. Félagið verður því með 80 Airbus A320neo í notkun frá 2023. á móti mun SAS hætta notkun Boeing 737 og Airbus A320.
Þess má geta að WOW notar einnig Airbus þotur. Eldsneytisnotkun Airbus A320neo er 15-20 prósentum minni en þeirra flugvéla sem verða teknar úr notkun.