fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Höfuðið upp úr sandinum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. mars 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hellti sér yfir Guðmund Andra Thorsson í grein í Fréttablaðinu í gær. Grein Sigríðar var svar við skrifum Guðmundar á sama vettvangi síðastliðinn mánudag. Þar vandaði Guðmundur Sigríði ekki kveðjurnar og kallaði hana strút sem stingi höfðinu í sandinn gagnvart umhverfismálum. Sigríður svarar því til að það sé skrítið að maður eins og Guðmundur telji sig þess umkominn að messa yfir fólki um umhverfismál, í ljósi þess að hann birti skrif sín í blaði, prentuðu á innfluttan pappír, sem berist óboðið inn á 80 þúsund heimili og endi sem sorp. Það sé óskapleg sóun og umhverfissóðaskapur. Það er gleðiefni ef þetta er orðin skoðun Sigríðar og hún ætli nú að leggjast á sveif með umhverfinu. Það er reyndar fráhvarf frá skoðunum hennar sem hún lýsti árið 2015, þar sem hún lagði meðal annars til að grænir skattar á bíla og eldsneyti yrðu afnumdir. Sömuleiðis hefur Sigríður áður sagt lítinn ávinning af því að draga úr útblæstri bíla, heildarlosun þeirra sé hlutfallslega lítill þáttur. Sigríður virðist því hafa dregið höfuðið upp úr sandinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Í gær

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd