fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Einstæð móðir rekin frá DHL

Tók sér frí eftir að hafa hætta með kærastanum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstæð móðir segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við flutningafyrirtækið DHL eftir að hafa verið rekin vegna þess að hún tók sér þriggja daga frí eftir að hafa hætt með kærastanum. Hin 24 ára Katy Payne átti að mæta til vinnu hjá DHL í bænum Ruddington á Englandi í síðustu viku en hún hafi þurft að taka sér nokkra daga frí eftir að hún hætti með kærastanum sínum, hinum 37 ára gamla Chris Rainbow.

„Á mánudeginum sagði ég yfirmanni mínum að ég þyrfti að taka mér smá frí til að taka til íbúðinni og svona og það virtist allt vera í góðu. Svo þegar ég mætti aftur á fimmtudeginum þá var mér sagt að fara,“ sagði Katy í samtali við breska dagblaðið Nottingham Post, hún hafi unnið þar í 18 mánuði og aldri tekið sér frí fyrr nema í eitt skipti þegar 3 ára sonur hennar varð veikur.

„Áfallið var mikið því ég hef verið að reyna að leggja grunn að góðu lífi fyrir mig og barnið mitt. Ég átti alls ekki von á þessu,“ segir hún og bætir við að nú hafi hún þurft að flytja inn til móður sinnar. Katy þvertekur fyrir að fríið hafi ekki verið nauðsynlegt: „Kærastinn minn fyrrverandi var búinn að vera að bögga mig yfir allskonar málum, ég þurfti að semja við leigusalann og selja húsgögn, það var ekki þannig að ég væri bara heima að gera ekki neitt.“

Talsmaður DHL á Englandi sagði fyrirtækið ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Katy leitar nú réttar síns hjá verkalýðsfélagi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Búa sig undir að Trump náði Derek Chauvin sem drap George Floyd – „Erum undirbúin undir hvað sem er“

Búa sig undir að Trump náði Derek Chauvin sem drap George Floyd – „Erum undirbúin undir hvað sem er“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi