fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Faðir myrti 4 börn eiginkonu sinnar: „Þú ert djöfullinn í mannslíki“

Konan vildi skilnað – maðurinn ákvað að ef hann gæti ekki verið með börnunum þá gæti það enginn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. apríl 2017 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur maður, Gregory Green myrti fyrrum eiginkonu sína köldu blóði árið 1991 – síðar átti hann eftir að gera næstu konu sinni það versta sem hægt er að hugsa sér: myrða öll börn hennar.

Hann hafði stungið fyrri eiginkonu sína með hníf, eftir að hún ætlaði að yfirgefa hann. Í það skipti svipti hann ekki einn lífi. Konan var ófrísk af barni þeirra þegar Gregory stakk hana til dauða. Hann gaf sig síðan sjálfur fram við lögregluna, hringdi og sagði: „Ég stakk hana, hún liggur í eldhúsinu.“

Gefið annað tækifæri

Þetta er forsaga mannsins. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 2008 að Gregory var veitt reynslulausn, eftir 15 ára setu í steininum. Svo maðurinn sem áður hafði banað eiginkonu sinni var laus allra mála, í stakk búinn að hefja nýtt ástarsamband.

Fæstir eru vinveittir harðsvíruðum dæmdum morðingjum, en þó eru undantekningar á því. Sóknarprestur nokkur, Fred Harris, hafði þekkt Gregory löngu áður en hann myrti eiginkonu sína. Þeir bjuggu í sömu borg, Dearborn Heights, í bandaríska fylkinu Michigan. Hann vildi meina að Gregory ætti skilið annað tækifæri.

Fékk hann lausan

Gregory hafði verið neitað um reynslulausn margsinnis fyrr. En Fred sendi fangelsisyfirvöldum í Michigan ítrekuð bréf og reyndi að sannfæra þau um að Gregory væri verðugur reynslulausnarinnar. „Hann var meðlimur í kirkjunni okkar,“ skrifaði sóknarpresturinn og bætti við: „Mér finnst hann þegar hafa goldið fyrir stjórnleysi sitt og skaðann sem hann olli.“ Þetta varð loks til þess að Gregory var sleppt lausum, morðinginn var því laus allra mála – í bili.

Varð ástfanginn af dóttur prestsins

Skömmu eftir að morðinginn dæmdi fékk að ganga aftur frjáls um götur Michigan hitti hann hana Faith. Gregory var orðinn 49 ára gamall, búinn að læra af reynslunni og orðinn – að því er virtist – nýr og betri maður.

Gregory og Faith sjást hér ásamt dætrum sínum þrem heitnum og föður Faith.
Fjölskyldan Gregory og Faith sjást hér ásamt dætrum sínum þrem heitnum og föður Faith.

Faith var dóttir sóknarprestsins sem hafði hjálpað honum að losna úr steininum. Og líkt og faðir sinn sýndi hún verðandi eiginmanni sínum sanna kristilega umhyggju. Þau urðu ástfangin og giftust.

Faith átti tvö börn úr fyrra sambandi: 17 ára stelpuna Kara og 19 ára strákinn Chadney. Síðan eignuðust þau Gregory tvær stelpur.

Lék sér með eldinn

Vitanlega er fyrirgefningin sterkust kristilegra dyggða. Enda tileinkaði prestsdóttirin sér hana og ákvað að giftast manni með ískyggilega forsögu. Faðir hennar hafði nú einu sinni þekkt hann og bæði trúðu þau því að hann væri breyttur maður.

Skapvonskan skein í gegn

Fáeinum árum eftir að Faith og Gregory kynntust, árið 2008, byrjuðu málin að vandast. Árið 2013 reyndi hún að sækja um nálgunarbann á eiginmann sinn en var hafnað. Í þeirri umsókn ritaði Faith: „Hann er að sparka í hluti og hóta mér – svo segir hann að ég eigi ekki von á góðu.“

Þrjú ár líðu og Faith reyndi árið 2016 að fá í gegn skilnað – þetta var hennar þriðja tilraun. Gregory hafði tekið því afar illa síðustu tvö skiptin sem hún reyndi að sparka honum út.

„Ef ég get ekki verið með fjölskyldunni, þá getur það enginn“

Miðvikudagskvöldið 21. september 2016 lét Gregory til skarar skríða. Hann lét verstu martröð hverrar móður rætast. Hann byrjaði á því að nema á brott sínar eigin dætur sem hann átti með Faith, Koi og Kaleigh. Önnur var 4 ára gömul og hin 5 ára. Hann fékk þær til að koma með sér út í bíl sem hann hafði lagt fyrir utan húsið. Síðan ræsti hann bílvélina og skildi börnin eftir í bílnum.

Á þessari mynd má sjá börnin fjögur sem Grogory réð af dögum. Móðirin jarðaði þau öll að mörgum þúsundum manns viðstöddum sem vottuðu henni samúð sína.
Börnin fjögur Á þessari mynd má sjá börnin fjögur sem Grogory réð af dögum. Móðirin jarðaði þau öll að mörgum þúsundum manns viðstöddum sem vottuðu henni samúð sína.

Gregory hafði keypt plasttúbur í byggingavöruverslun með viku fyrirvara til að undirbúa morðið. Á örlagadeginum tengdi hann síðan túburnar við púströr bílsins og leiddi þær inn um gluggana. Hinar saklausu stúlkur köfnuðu nú, læstar inni í bílnum, í eiturgufum frá útblæstrinum. Síðan tók hann líkin og kom þeim fyrir uppi í rúmi í barnaherberginu.

Skaut hin tvö börnin

Gregory lét sér ekki nægja að myrða litlu stúlkurnar tvær sem þau Faith áttu saman. Næst batt hann eiginkonu sína niður við stól í kjallaranum og þar mátti aumingjans Faith þola ýmsar pyntingar ofan á allt annað. Á þessum tímapunkti vissi Faith að yngri börnin sín tvö væru dáin – það var þá sem Gregory neyddi hin tvö til að fara niður í kjallarann. Hann stillti stjúpbörnunum sínum tveim, sem voru á unglingsaldri, upp fyrir framan niðurbundna mömmuna. Og síðan dró hann upp byssuna. Hann skaut Kara og Chadney í höfuðið eins og tíðkast í grófustu aftökum og neyddi Faith til að fylgjast með. Síða endurtók kaldrifjaði morðinginn það sem hann hafði gert 1991 er hann banaði fyrstu eiginkonu sinni: hann hringdi og játaði fyrir lögreglunni.

Bráðaliðar hröðuðu sér á vettvang og komu að börnunum fjórum látnum en tókst að bjarga Faith. Morðinginn var handtekinn á staðnum.

Í fangelsi til 97 ára aldurs

Í marsmánuði síðastliðnum var Gregory dæmdur til 47 ára lámarksfangelsisvistar fyrir glæpi sína. Faith flutti ávarp í dómsalnum, fyrir framan fyrrum eiginmann sinn og morðingja fjögurra barna sinna. Langt örið á andliti hennar bar merki þeirra þjáninga sem hún hafði mátt þola.

Faith ávarpar morðingja barna sinna í dómsalnum. Örið er eftir að fyrrum eiginmaðurinn skar hana með dúkahníf.
Sorgmædd og skorin Faith ávarpar morðingja barna sinna í dómsalnum. Örið er eftir að fyrrum eiginmaðurinn skar hana með dúkahníf.

„Það er engin refsing sem hæfir þessum glæp […] réttlætinu verður fullnægt þegar þú brennur í helvíti um alla eilífð,“ sagði hún opinskátt. Hún bætti svo við: „Þú ert svikahrappur, þú ert skrímsli, þú ert djöfullinn í mannsgervi.“

„Áætlunarverk þitt tókst ekki“

„Stundum fæ ég martraðir frá nóttinni þegar þetta allt gerðist, hrekk í kút öskrandi og hugsa að ég geti enn bjargað börnunum mínum. Síðan átta ég mig á því að martröðin er sönn og börnin mín eru dáin, þá reyni ég að finna styrk til að takast á við daginn. Ég get aldrie lýst í orðum hversu mikið ég sakna barnanna minna.“

Heimildir: Mirror og Detroit Press

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell