fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Steinaþjófar réðust á vesalings klappirnar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. mars 2019 20:30

Sveinn Pálsson Dapur vegna danskra steinaþjófa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1794 ritaði náttúrufræðingurinn og læknirinn Sveinn Pálsson um danska steinaþjófa. Höfðu þeir haft með sér á brott miklar gersemar úr jörðum Austurlands en steinarnir voru fluttir út til Kaupmannahafnar.

Sveinn sjálfur hafði verið að Teigarhorni við Berufjörð til þess að safna geislasteinum sem hann hafði heyrt að fyndust þar. Hann sagði:

„Er ég tók að spyrja ábúanda jarðarinnar um þessa sjaldgæfu steina, heyrði ég mér til undrunar, að hann kunni allgóð skil á allmörgum steinategundum, á sprengingum og fleira varðandi námugröft, eins og hann hefði tekið próf í námuvísindum.“

Þessi heimamaður hafði búið á jörðinni í þrjátíu ár og sagði Sveini frá þeim fjölmörgu „steinaræningjum“ sem hann hefði hitt á þessu tímabili. Einnig viðurkenndi hann að hafa aðstoðað þá við að sækja steinana og fengið meira en þrjátíu ríkisdali fyrir en það voru „hundsbætur“ að mati Sveins enda steinarnir fágætar gersemar.

Sveinn vissi um erlenda áhugamenn sem voru nærgætnir við náttúruna og spilltu henni ekki. Honum var hins vegar í nöp við „hina ágjörnu kaupmenn á næstu höfnum, meðal annarra einn, Kyhn að nafni, sem hefur getið sér mestan orðstír núlifandi manna með heimskulegri græðgi í steina. Á síðustu árum hafa líka einstakir menn í Kaupmannahöfn sent hingað skemmdarvarga. Einn slíkur, Christian að nafni, frá postulínsverksmiðjunni í Kaupmannahöfn, dvaldist hér sex vikur og réðst með púðursprengingum, járnköllum og fleira á þessar vesalings klappir hérna í nágrenninu.“

Sveinn fékk bóndann til að sýna sér vegsummerkin og fékk sorg í hjarta við að sjá hvernig svæðið var leikið eftir þjófana. Yfirgaf hann síðan fjörðinn „nauðugur og dapur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum