fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Undarlegir hlutir fyrir eftirlífið

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 16. febrúar 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að taka eitthvað með sér í gröfina er orðatiltæki um að halda leyndarmáli til dauðadags. Sumir hafa þó bókstaflega tekið hluti með sér í gröfina. Þetta þekktist á Íslandi í heiðni. Fólk tók með sér veraldlega hluti til þess að nota í eftirlífinu. Faraóarnir egypsku tóku með sér mikið af góssi í gröfina. Enn þá tíðkast að setja táknræna hluti í gröf hins látna. Hér eru nokkur dæmi um það.

 

John F. Kennedy
Vopnaður hvaltönn.

Hvaltönn forsetans

Morðið á forsetanum John F. Kennedy, árið 1963, var mikið áfall fyrir bæði bandarísku þjóðina og alla heimsbyggðina. Hann var aðeins 45 ára gamall þegar hann var skotinn úr launsátri í Dallas.

Kennedy tók ýmsa hluti með sér í gröfina. Þar á meðal 30 sentimetra langa hvaltönn sem Milton DeLano, listamaður og borgarstjóri Denver, hafði skorið tákn forsetaembættisins út í á 19. öld. Kennedy safnaði tönnum, sér í lagi úr hvölum sem höfðu verið veiddir af hvalveiðimönnum frá Nýja-Englandi.

Í gröf Kennedy voru einnig sett bréf frá forsetafrúnni, Jackie, og sonum hans tveimur, skyrtuhnappar úr gulli og bindisnæla.

Bela Lugosi
Snýr kannski aftur.

Búningur Drakúla

Ungverski leikarinn Bela Lugosi gerði Drakúla greifa ódauðlegan í samnefndri Hollywood-kvikmynd frá árinu 1931. Hann hafði áður leikið transylvanísku blóðsuguna á sviðinu á Broadway.

Lugosi lést úr hjartaáfalli árið 1956, 73 ára að aldri, og var jarðaður í Kaliforníu. Sagan segir að Lugosi sjálfur hafi beðið um að verða jarðaður í Drakúla-búningnum sínum, með skikkju og öllu, og var það gert. Síðar kom í ljós að leikarinn hafði ekki beðið um það heldur var það ákvörðun sem eiginkona hans, Lilian, og sonur hans, Bela George Lugosi, tóku.

 

Frank Sinatra
Fær sér smók, skot af viskí og hundakex.

Pakki af Camel og flaska af Jack

Söngvarinn, leikarinn og eilífðartöffarinn Frank Sinatra lést 82 ára að aldri vorið 1998 úr hjartaáfalli. Var hann í kjölfarið jarðaður í Beverly Hills að viðstöddum 400 manns og þúsundir aðdáanda stóðu fyrir utan kirkjuna.

Sinatra var klæddur í blá jakkaföt og í kistuna voru settir táknrænir munir fyrir ævi hans. Meðal annars pakki af Camel-sígarettum, Zippo-kveikjari, uppáhaldskaramellurnar og minturnar hans, bangsi, hundakex og flaska af Jack Daniels viskíi.

Jack Daniels hefur allar götur síðan notað Sinatra í auglýsingar sínar og meira að segja framleitt sérstaka tegund, Sinatra Select.

 

Bob Marley
Enn þá hátt uppi.

Fótbolti og spliffa

Reggíkóngurinn Bob Marley lést úr krabbameini aðeins 36 ára gamall í borginni Miami í Flórída árið 1981. Líki hans var flogið heim til karabísku eyjunnar Jamaíku og hann jarðaður nálægt fæðingarbæ sínum, Nine Mile.

Margir vita að Marley var jarðaður með gítarnum sínum, af gerðinni Les Paul. En það voru fleiri hlutir settir í gröfina að hans eigin ósk. Það voru fótbolti, ein jóna af kannabis, Biblían og hringur sem hann fékk að gjöf frá prins Eþíópíu.

Roald Dahl
Vopnaður hjólsög.

Snókerkjuði og hjólsög

Hinn norsk-breski Roald Dahl var einn allra vinsælasti barnabókahöfundur 20. aldarinnar. Lét hann eftir sig verk á borð við Kalla og sælgætisgerðina, Matthildi og Nornaseið. Hann lést árið 1990 úr krabbameini, 74 ára að aldri.

Það kemur fæstum á óvart að súkkulaði hafi verið sett í gröf Dahl, enda var hann með það á heilanum. Hann dreymdi um að eiga og starfa í súkkulaðiverksmiðju.

Það sem kann að koma fólki á óvart er að í gröfina var einnig sett snókerkjuði, rauðvín, blýantar og hjólsög.

Tony Curtis
Getur enn þá hringt.

Gervisykur og iPhone

Ferill leikarans Tonys Curtis spannaði sextíu ár. Hann skildi einnig eftir sig sex börn og sex eiginkonur en hann lést árið 2010 úr hjartaáfalli, 85 ára að aldri.

Ekkja hans, Jill Vandenberg, sá til þess að hann færi ekki tómhentur í eftirlífið. Hann fékk með sér ökuhanska, medalíur úr sjóhernum, skó barnabarnsins, líkan af Ford-bifreið, DVD-mynd, hjartapillu, gervisykur, málniningarbursta og -túpur, sólgleraugu, gyðingahatt, ösku heimilishundsins og síðast en ekki síst iPhone-símann sinn.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?