fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Íslenskir nasistar: Íslenski böðullinn kom upp um andspyrnumenn

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 13. ágúst 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Pétursson

1919–1972

Hann var kallaður íslenski böðullinn og var samstarfsmaður þýskra nasista í Noregi. Ólafur hélt til Noregs í nám skömmu fyrir stríð og kynntist þar mönnum úr leyniþjónustu þýska hersins. Hann gekk þeim á hönd og kom upp um marga úr norsku andspyrnuhreyfingunni, sérstaklega í borginni Björgvin. Lentu margir í fangabúðum og rúmlega tuttugu voru drepnir vegna Ólafs.

Einn af þeim sem Ólafur kom upp um var íslenskur maður að nafni Leifur Muller, sem ætlaði að yfirgefa landið með ólöglegum hætti. Var hann sendur í Sachsenhausen-búðirnar, skammt frá Berlín, þar sem beið hans vítisvist sem hann náði sér aldrei fyllilega eftir.

Í stríðslok var Ólafur kominn til Danmerkur og þaðan ætlaði hann að flýja til Íslands með skipinu Esju. En Bretar stöðvuðu skipið, handsömuðu hann og komu honum aftur til Noregs til að svara fyrir glæpi sína. Þar var hann dæmdur til 20 ára þrælkunarvinnu vorið 1947 en Íslendingar þrýstu fast á að honum yrði sleppt til Íslands sem var gert sama ár, Norðmönnum til mikillar gremju.

Allir flokkar í utanríkismálanefnd Íslands vildu Ólaf lausan, líka Sósíalistar, og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gekk harðast fram. Eftir stríðið stofnaði Ólafur endurskoðunarskrifstofu í Reykjavík.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki