fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Íslenskir nasistar: Björn Sv. Björnsson dæmdi mann til dauða

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin: Björn Sv. Björnsson

1909-1998

Björn var liðsmaður Waffen SS og sonur Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins. Björn kynntist nasismanum eftir að hann flutti til Hamborgar árið 1930 en þar starfaði hann hjá Eimskipum.

Þegar seinni heimsstyrjöldin hófst starfaði hann sem fréttaritari á austurvígstöðvunum en síðan var hann sendur í áróðursdeild í Kaupmannahöfn þar sem hann starfaði bæði við blaðaútgáfu og útvarp. Í stuttan tíma var honum treyst til að stýra danska ríkisútvarpinu.

Birni var einnig treyst til að sitja í dómarasæti í einstökum málum. Í einu slíku máli árið 1945 dæmdi hann danskan fyrrum SS liða til dauða fyrir liðhlaup og þjófnað. Óvíst er hvort að dómnum var framfylgt þar sem Þjóðverjar gáfust upp degi seinna.

Björn gaf sig fram eftir uppgjöfina og sat í fangelsi í Danmörku til ársins 1946 þegar honum var sleppt vegna þrýstings frá Íslandi. Sveinn var þá orðinn forseti. Eftir það bjó Björn ýmist á Íslandi, Argentínu eða Þýskalandi og vann ýmis störf. Meðal annars seldi hann alfræðiorðabækur og kenndi tónlist.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu