fbpx
Mánudagur 30.nóvember 2020

Versta martröð allra foreldra – Hjartnæmt augnablik þegar hún hittir lögreglumanninn sem bjargaði henni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 10:30

Skjáskot/10 News First

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Destiny Shrief, tveggja ára, var nærri dauða en lífi þegar hún fannst meðvitundarlaus í sundlaug. News.au greinir frá. Hjartnæmt myndband af Destiny hitta lögreglumanninn sem bjargaði lífi hennar hefur vakið mikla athygli.

Destiny og frændi hennar voru að leika hjá ömmu sinni og afa þegar versta martröð allra foreldra gerðist. Þau duttu bæði í sundlaugina og voru að drukkna þegar móðir Destiny tók eftir þeim. Hún byrjaði að reyna að endurlífga börnin og björgunaraðilar voru kallaðir á vettvang.

Lögreglan var fljót á vettvang. Það er talið að það sé viðbrögðum móður Destiny og lögreglunnar að þakka að börnin lifðu af og náðu sér að fullu.

Hver sekúnda skiptir máli

Lögregluþjónarnir beittu hjartahnoði og blæstri í átta mínútur þar til bráðaliðar mættu á vettvang.

„Hver sekúnda skiptir máli í svona aðstæðum. Viðbragðstími okkar skipti öllu máli,“ segir lögreglumaðurinn Peter í samtali við 10 News First.

Móðir Destiny, Badriah Al-Achrafewe sagði að lögregluþjónarnir voru ótrúlegir. „Við vorum dofin og í áfalli. Þetta var mjög erfitt. Það var eins og lögreglumennirnir voru að ganga í gegnum það sama og við. Þeir voru með okkur allan tíman á sjúkrahúsinu. Þú sérð bara svona í bíómyndunum,“ segir hún.

Hún segir að lögreglan hringdi reglulega í þau til að spyrjast fyrir um ástandið á börnunum. Þau voru á sjúkrahúsi í tvær vikur og um tíma var óvíst hver örlög þeirra yrðu. Til allrar lukku náðu börnin sér að fullu og eru heilbrigð og hress í dag.

Foreldrar Destiny leggja áherslu á mikilvægi þess að foreldrar kunni endurlífgun, en ef móðir Destiny hefði ekki byrjað á því áður en lögreglan mætti á vettvang hefðu börnin líklegast ekki lifað af. „Það getur verið upp á líf eða dauða,“ segir hún.

Hér að neðan getur þú horft á frétt 10 News First og séð augnablikið þegar Destiny hittir lögreglumanninn Peter í fyrsta sinn eftir atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

8 smit í gær
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lágmark þriggja leikja bann ef Cavani verður fundinn sekur

Lágmark þriggja leikja bann ef Cavani verður fundinn sekur
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Móðir endurgerir nektarmynd J.Lo

Móðir endurgerir nektarmynd J.Lo
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kona neitaði að heiðra minningu Maradona: „Nauðgari og barnaperri“

Kona neitaði að heiðra minningu Maradona: „Nauðgari og barnaperri“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
8 smit í gær
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Gremja í Grafarvogi: Vill að drengirnir verði rassskelltir opinberlega – „Hættulegir og snargeiðveikir“

Gremja í Grafarvogi: Vill að drengirnir verði rassskelltir opinberlega – „Hættulegir og snargeiðveikir“
Fyrir 6 klukkutímum

Andakílsá stendur nú félagsmönnum til boða eftir nokkur ár í hvíld

Andakílsá stendur nú félagsmönnum til boða eftir nokkur ár í hvíld
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Reynt verður að láta bólusetningu ganga hratt fyrir sig – „Kannski tveggja til þriggja vikna verkefni“

Reynt verður að láta bólusetningu ganga hratt fyrir sig – „Kannski tveggja til þriggja vikna verkefni“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Tvíbent jólagjöf Boris Johnson til bresku þjóðarinnar – Gæti verið Trójuhestur

Tvíbent jólagjöf Boris Johnson til bresku þjóðarinnar – Gæti verið Trójuhestur
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Liðsmenn Boko Haram myrtu að minnsta kosti 110 manns á laugardaginn

Liðsmenn Boko Haram myrtu að minnsta kosti 110 manns á laugardaginn
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Joe Biden brákaði ökkla um helgina

Joe Biden brákaði ökkla um helgina