fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025

Versta martröð allra foreldra – Hjartnæmt augnablik þegar hún hittir lögreglumanninn sem bjargaði henni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 10:30

Skjáskot/10 News First

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Destiny Shrief, tveggja ára, var nærri dauða en lífi þegar hún fannst meðvitundarlaus í sundlaug. News.au greinir frá. Hjartnæmt myndband af Destiny hitta lögreglumanninn sem bjargaði lífi hennar hefur vakið mikla athygli.

Destiny og frændi hennar voru að leika hjá ömmu sinni og afa þegar versta martröð allra foreldra gerðist. Þau duttu bæði í sundlaugina og voru að drukkna þegar móðir Destiny tók eftir þeim. Hún byrjaði að reyna að endurlífga börnin og björgunaraðilar voru kallaðir á vettvang.

Lögreglan var fljót á vettvang. Það er talið að það sé viðbrögðum móður Destiny og lögreglunnar að þakka að börnin lifðu af og náðu sér að fullu.

Hver sekúnda skiptir máli

Lögregluþjónarnir beittu hjartahnoði og blæstri í átta mínútur þar til bráðaliðar mættu á vettvang.

„Hver sekúnda skiptir máli í svona aðstæðum. Viðbragðstími okkar skipti öllu máli,“ segir lögreglumaðurinn Peter í samtali við 10 News First.

Móðir Destiny, Badriah Al-Achrafewe sagði að lögregluþjónarnir voru ótrúlegir. „Við vorum dofin og í áfalli. Þetta var mjög erfitt. Það var eins og lögreglumennirnir voru að ganga í gegnum það sama og við. Þeir voru með okkur allan tíman á sjúkrahúsinu. Þú sérð bara svona í bíómyndunum,“ segir hún.

Hún segir að lögreglan hringdi reglulega í þau til að spyrjast fyrir um ástandið á börnunum. Þau voru á sjúkrahúsi í tvær vikur og um tíma var óvíst hver örlög þeirra yrðu. Til allrar lukku náðu börnin sér að fullu og eru heilbrigð og hress í dag.

Foreldrar Destiny leggja áherslu á mikilvægi þess að foreldrar kunni endurlífgun, en ef móðir Destiny hefði ekki byrjað á því áður en lögreglan mætti á vettvang hefðu börnin líklegast ekki lifað af. „Það getur verið upp á líf eða dauða,“ segir hún.

Hér að neðan getur þú horft á frétt 10 News First og séð augnablikið þegar Destiny hittir lögreglumanninn Peter í fyrsta sinn eftir atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jökull Andrésson í FH
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“