fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025

Myndband af smábarni kastað í sundlaug vekur reiði – Fær morðhótanir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. júní 2020 12:04

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska móðirin Krysta Meyer hefur fengið morðhótanir eftir að hafa deilt myndbandi af syni sínum á sundnámskeiði. Hún deildi myndbandinu á samfélagsmiðlinum TikTok. Það vakti gríðarlega athygli og uppskar mikla reiði meðal netverja.

Í myndbandinu má sjá átta mánaða gamlan son hennar, Oliver, á sundnámskeiði. Sundkennarinn kastar Oliver í sundlaugina og fer síðan ofan í laugina með honum. Oliver fer á bólakaf en kemur aftur upp á yfirborðið á meðan sundkennarinn smellir fingrunum fyrir ofan hann.

„Oliver kemur mér á óvart í hverri viku. Ég á erfitt með að trúa því að hann er aðeins búinn að æfa sund í tvo mánuði og er kominn svona langt. Hann er lítill fiskur,“ segir Krysta með myndbandinu á TikTok.

Horfðu á það hér að neðan.

@mom.of.2.boyssOliver amazes me every week! I can’t believe he is barely 2 months in and is catching on so fast. He is a little fish. ##baby ##swim♬ original sound – mom.of.2.boyss

Yfir 53,5 milljón manns hafa horft á myndbandið og hefur það farið fyrir brjóstið á mörgum. Krysta segir frá því á Facebook að hún hefur fengið morðhótanir vegna myndbandsins.

Í samtali við Motherly segist hún skilja að „þetta líti illa út“ og að sundnámskeiðið væri „ekki fyrir alla.“

Umdeild aðferð

Eigandi sundskólans Little Fins, Lauri Armstrong, sagði við BuzzFeed News að markmið námskeiðisins væri að kenna ungum börnum að „meta aðstæður og finna leið út.“ Hún sagði jafnframt að börnum sé ekki kastað í laugina fyrr en „þau séu tilbúin.“ Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum sex mánaða til tveggja ára.

Drukknum er aðaldánarorsök barna undir fjögurra ára sem deyja af slysförum samkvæmt góðgerðasamtökunum Parents Preventing Childhood Drowning (PPCD).

Myndbandið hefur komið af stað umræðu um viðeigandi kennsluaðferðir í sundnámskeiðum fyrir ungabörn. Umrætt námskeið hjá Little Fins sundskólanum hefur verið gagnrýnt fyrir að á því sé  börnum kastað í laugina. Þegar slys gerast þá er börnunum hins vegar sjaldan hent út í laugina heldur detta þau í laugina frá bakkanum. Einn stofnandi PPCD-samtakanna, Jenny Bennett, bendir á þetta í viðtali við BuzzFeed. Átján mánaða gömul dóttir hennar drukknaði árið 2016. Jenny segir að hún hafi verið í sjokki þegar hún sá TikTok-myndbandið.

„Barnið var ekki svo hátt uppi þegar því var kastað í laugina, en ég hef séð myndbönd frá þessum sundskóla þar sem barnið er á hvolfi og er fleygt í laugina. Það er mjög óraunverulegt og gæti jafnvel valdið skaða,“ segir Jenny við BuzzFeed.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Terence Stamp látinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: ÍBV rúllaði yfir Val – Stjarnan vann Vestra

Besta deildin: ÍBV rúllaði yfir Val – Stjarnan vann Vestra
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Færsla Justin Bieber vekur athygli margra – Enginn virðist skilja þessa mynd

Færsla Justin Bieber vekur athygli margra – Enginn virðist skilja þessa mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Handviss um að Alonso taki við Liverpool

Handviss um að Alonso taki við Liverpool