fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Eiginmaðurinn sagði henni að þrífa oftar svo hún fór frá honum – Segir þetta vera „bitrum femínistum“ að kenna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tracy Eden og Nic Edgerton giftust tvisvar í fjögurra ára sambandi. Fyrst giftust þau í ágúst 2017. Athöfnin var lítil en þau bættu upp fyrir það með stóru brúðkaupi í Taílandi í apríl 2019.

Þau kynntust í raunveruleikaþættinum Undressed á TLC. Til að byrja með var sambandið dans á rósum. En með tímanum varð maðurinn sem Tracy elskaði að einhverjum sem hún þekkti ekki.

Hún segir frá þessu í samtali við Fabulous Digital. Fljótlega eftir seinna brúðkaup þeirra í apríl 2019 varð Nic kaldur og fjarlægur. Hann sagðist ekki vilja eignast börn lengur og sagði Tracy að hún þyrfti að þrífa húsið þar sem það væri „hennar hlutverk“. Þó svo að á þeim tíma gegndi hún stjórnunarstöðu og ferðaðist frá Birmingham til London daglega vegna vinnu. Á sama tíma vann Nic heima við fjarþjálfunarrekstur þeirra. Þau eru bæði einkaþjálfarar.

Vandar honum ekki kveðjurnar

Tracy sagði upp starfi sínu þar sem þetta var orðið of mikið fyrir hana. Nic sagði að nú ætti hún að hugsa um heimilið og halda því hreinu. Þá fékk Tracy loksins nóg og ákvað að skilja við hann. Í kjölfarið vandaði hún honum ekki kveðjurnar á Facebook. Hún segir hann hafa reynt að rýra sjálfstraust hennar og sífellt gagnrýnt hana fyrir að halda ekki húsinu hreinu.

„Mér þykir leitt að þurfa að segja ykkur að við erum að skilja. Síðasta ár hefur verið skelfilegt fyrir mig. Þú heldur kannski að ég sé í ástarsorg en ég er komin yfir hana. Ég var í ástarsorg í marga mánuði  fyrir skilnaðinn, ég grét mig í svefn og velti fyrir mér hver í fjandanum þetta væri sem ég hefði gifst,“ skrifaði Tracy.

„Ég lít ekki á mig sem þolanda. Nic er ekki vísvitandi illgjarn. Hann er bara sjálfhverfur. Ég er fegin að hafa sloppið með lítinn skaða.“

Bara djók

Nic heldur því fram að hann hafi verið að grínast þegar hann sagði að það væri hlutverk kvenna að þrífa og sjá um heimilið. Hann sagði sökudólgana vera „reiða femínista sem líkar illa við karlmenn.“

Færsla Tracy vakti mikla athygli og endaði hún á því að taka hana út þannig að hún væri ekki sýnileg öðrum en henni sjálfri. Hún vill að færslan sé áminning fyrir hana, um hvers konar manneskja Nic er í raun og veru.

„Ég vil muna hvernig hann er áður en hann reynir að heilla mig aftur. Ég fór frá því að eiga fullkomið samband yfir í að að þekkja ekki lengur manninn sem ég taldi vera sálufélaga minn.“

Nic kemur sér til varnar

Nic svaraði færslu Tracy og sagði hana fara með rangt mál.

„Ég sagði aldrei að það væri hlutverk kvenna að þrífa heimili (nema í gríni), hins vegar bað ég þig um að þrífa þegar þú eyddir heilu dögunum upp í rúmi því þú „varst þreytt“ eftir að hafa horft á Netflix allan daginn,“ segir hann.

Nic endaði líka með því að eyða út sinni færslu.

Í samtali við Fabulous Digital sagði hann ástæðuna fyrir þessu öllu saman vera að Tracy hafi hlustað á „reiða femínista“ sem eru „allir einhleypir og bitrir út í karlmenn.“

„Þetta eru ákveðnar týpur sem vilja að kvenmenn stjórni karlmönnum, ekki jafnræði, og grípa hvert tækifæri til að ráðast á karlmann þegar hann liggur þegar niðri,“ segir hann og bætir við:

„Ég lofa þér því að 90 prósent þessara kvenna eru einhleypar og bitrar út í karlmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.