fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Ítalskur hjúkrunarfræðingur sýnir raunveruleikann á bak við vinnu á kórónuveirudeild

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. mars 2020 11:00

Alessia er mjög marin eftir hlífðarbúnað sem hún þarf að klæðast í vinnunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskur hjúkrunarfræðingur sem vinnur á kórónuveirudeild hefur birt mynd á Instagram sem sýnir hvaða áhrif vinnan er að hafa á hana.

Alessia Bonaria deildi mynd af andliti sínu sem er mjög bólgið og marið. Alessia er marin í kringum augun, á nefinu og enninu. Hún segir ástæðuna fyrir því vera hlífðarbúnaður sem passar illa á hana.

Með myndinni skrifar hún að hún sé „hrædd,“ stöðugt þreytt og undir gríðarlegri pressu við að hugsa um sjúklinga með COVID-19.

https://www.instagram.com/p/B9gmYPLJFt_/

„Ég er hrædd við að fara í vinnuna. Ég er hrædd um að andlitsgríman losni frá andliti mínu eða að ég snerti mig óvart með óhreinum hönskum. Ég er líkamlega þreytt því hlífðarbúnaðurinn er lélegur. Ég svitna undan jakkanum og þegar ég er komin í hlífðarfatnaðinn get ég ekki farið á klósettið eða fengið mér að drekka í sex klukkutíma,“ segir hún.

„Ég er líka andlega þreytt, það eru samstarfsfélagar mínir líka, sem hafa verið í sömu aðstæðum í nokkrar vikur. En þetta mun ekki hindra okkur í að sinna starfi okkar, eins og við höfum alltaf gert. Ég mun halda áfram að hugsa um sjúklingana mína því ég er stolt og elska starfið mitt.“

Alessia biður fólk um að halda sig heima fyrir.

„Ég vil biðja þau sem lesa þessa færslu að pirra sig ekki á varúðarráðstöfunum sem við höfum gert, að vera óeigingjörn og halda sig heima fyrir og þar með vernda þau sem eru í mestri hættu […] Ég þarf að sinna mínu hlutverki, ég bið þig um að sinna þínu.“

Færslan hennar hefur vakið mikla athygli og hafa yfir 539 þúsund manns líkað við hana.

Ítalía er með næst flest smit í heiminum á eftir Kína. Rúmlega tíu þúsund smit hafa greinst. Strangt ferðabann er nú í gildi á nokkrum svæðum á Norður-Ítalíu og um fjórðungur ítölsku þjóðarinnar er í sóttkví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.