fbpx
Laugardagur 25.október 2025

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 29. júní 2020 21:30

Mynd/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að líta vel út á myndum getur verið kúnst. Bandaríska blaðakonan og áhrifavaldurinn Danae Mercer veit allt um það hvernig ákveðnar uppstillingar og birta getur haft áhrif á hvernig við lítum út á myndum. Fylgjendafjöldi Danae á samskiptamiðlinum Instagram hefur rokið upp undanfarið vegna umræðu hennar um hvernig notendur geta „gert sig grennri á netinu“. Rétt er að taka fram að Danae er að vekja athygli á því hversu auðvelt það getur verið að „láta sig líta vel út“ á myndum og því skal hinn almenni borgari aldrei miða sig við ókunnugan á netinu.

Nýlega sagði Danae frá því hvernig „fullkomin lýsing“ getur haft áhrif á hvernig mynd birtist. Hún birti tvær myndir af sér og útskýrði hvernig lýsingin hafði áhrif á hvora mynd fyrir sig.

https://www.instagram.com/p/CB3FC2EJ3Kp/?utm_source=ig_web_copy_link

Á fyrr myndinni felur mjúk birtan appelsínuhúðina og flest slitförin hennar. Á seinni myndinni er Danae í venjulegri hnébeygjustöðu upp við spegilinn. Mjaðmirnar og lærin eru í sólarljósinu til sýnis. Danae segir að rétt notkun á birtu sé í lagi. „Þetta er list og það þarf ekki að skammast sín fyrir það að vilja líta vel út (e. fierce).“ Hún bendir einnig á að munur er á hvernig hún stilli sér upp á myndunum.

„Ég vil líka minna ykkur á að mörgum myndum er breytt.“

Á Instagram síðu Danae má sjá útskýringar til dæmis á því hvernig lýsing er notuð við myndatöku og hvernig áhrifavaldar taka mynd af afturenda sínum.

Í nýjustu færslu Danae talar hún um forrit til að breyta myndum. Birti hún tvær mismunandi útgáfur af mynd af sér þar sem breytingin á myndinni tók tvær mínútur. Hún tók út slitför, breytti rassinum sínum, lýsti upp augun og slétti úr litlu æðinni á enninu. „Á 120 sekúndum varð ég meira skínandi útgáfa af sjálfri mér. Það var ótrúlega auðvelt.“

https://www.instagram.com/p/CB-vQ8rpAGL/?utm_source=ig_web_copy_link

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

„Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif“

„Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagan verður skrifuð í dag – „Geðveik og brútal á sama tíma“

Sagan verður skrifuð í dag – „Geðveik og brútal á sama tíma“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.