fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Ríku krakkarnir eru komnir með eigin samfélagsmiðil

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. maí 2020 09:23

Samsett mynd/Skjáskot The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TCHIIN er nýr samfélagsmiðill fyrir þá ríku, frægu og fallegu. Þetta gefur elítunni nýjan vettvang til að flagga fína lífsstílnum sínum, sýna snekkjurnar, sportbílana og hönnunarfatnaðinn. Það fylgja einnig ýmsir kostir því að vera á TCHIIN, eins og að það er þjónn (e. butler) til þjónustu reiðubúinn allan sólarhringinn. The Sun greinir frá.

Sjá einnig: Sjáðu hvernig ríku krakkar Instagram tækla kórónuveiruna

Á TCHIIN er einnig þjónusta sem aðstoðar notendur að leigja einkaþotu eða Lamborghini sportbíl, panta borð á Michelin-veitingastöðum og gistingu á fimm stjörnu hótelum.

Mynd: TCHIIN

Fótboltastjörnur á miðlinum

Það kostar 79 þúsund krónur á mánuði að vera meðlimur TCHIIN en miðað við notendur forritsins, sem eru átta þúsund talsins, virðist verðmiðinn ekki vera of hár. Fótboltamaðurinn Tiemoue Bakayoko og fyrrverandi Barcelona fótboltastjarnan Dani Alves eru meðal notenda TCHIIN.

Tiemoue Bakayoko

Það getur ekki hver sem er fengið aðgang að miðlinum, aðeins útvaldir. En hver sem er getur skoðað myndirnar og færslunar.

TCHIIN var hannað af viðskiptamanninum Luvien Ndabagera, 25 ára, ásamt Peter Kianicka, 37 ára, og Filip Volarik, 20 ára, sem vildu búa til forrit fyrir hina ofur-ríku.

Mynd: TCHIIN

„TCHIIN er aðeins fyrir útvalda. Þetta er lífsstíll,“ segir Lucien við The Sun.

Sjá einnig: Svona var sumarfrfí ríku krakkana á Instagram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.