fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Stjörnuspá vikunnar: Innsæið leiðir þig á óvenjulega braut

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 22. september 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 22. – 28. september

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú ræður þig í vinnu hjá áhrifamikilli manneskju sem þú lítur mikið upp til. Þú átt eftir að læra margt í þjónustu hennar og viða að þér tæki og tólum til að taka sniðugar ákvarðanir í framtíðinni sem geta orðið afar arðbærar fyrir fjárhaginn. Fylgstu vel með og taktu glósur – þær eiga eftir að koma sér vel.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Þú þarft aðeins að selja hæfileika þína á nýjum starfsvettvangi. Þú þarft að sanna fyrir fólki að þú sért besta manneskjan í hlutverkið og það tekur smá á taugarnar fyrir manneskju sem hélt að allir sæju hve frábær hún væri. Nú kemur þrjóskan sér vel og þú hættir ekki fyrr en allir skilja hve stórkostleg/ur þú ert.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Þú færð hugljómun og algjörlega stórkostlega hugmynd sem þú verður að hrinda í verk. Eina sem stendur í vegi fyrir þér eru peningar – tja, eða skortur á þeim. Þú skalt íhuga vel hvort að hópfjármögnun sé ekki fyrir þig. Það er aðili sem er tilbúinn að lána þér peninga en ekki treysta honum – hann er ekki allur þar sem hann er séður.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Þú skalt aðeins draga þig í hlé, kæri krabbi. Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar undanfarið en nú skaltu frekar halda þig heima fyrir en að fara í gleðskap. Þú ert hvort sem er ekki að missa af neinu. Þig vantar spennu í lífið og hugsanlega er kominn doði í ástarsambandið sem ekki er hægt að lífga við. Því gæti verið komið að endalokum.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þú ert rosalega óskipulögð/lagður og það er farið að hafa slæm áhrif heima fyrir og í vinnunni. Þú missir stanslaust af mikilvægum fundum og stefnumótum og það ýtir við þér að vera skipulagðari. Svo er mjög mikilvægt að þú setjir þér mörk – sérstaklega þegar kemur að ástarsamböndum. Mörk eru af hinu góða og þú þarft þau.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Seinni partur vikunnar verður sérstaklega skemmtilegur og það er gleðskapur í vændum sem þú hlakkar mikið til. Hins vegar eru einhver vandræði í fjölskyldulífinu og það er stuttur þráður hjá þér vegna þess að þú opnar þig ekki um það sem virkilega er að angra þig. Það getur verið slæmt að loka sig af – reyndu að breyta því.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Það slettist upp á vinskap og þú þarft að taka á honum stóra þínum og fyrirgefa. Þér finnst það erfitt og þú ert ekki alveg til í það. Hins vegar er stór og mikill máttur fólginn í fyrirgefningunni og þér líður betur þegar þetta missætti er leyst. Þú lærir einnig að það er ómögulegt að breyta fólki þannig að þú ættir að hætta að reyna það.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Gamall vinur hringir í þig og biður þig um að gera svolítið með sér sem þú myndir ekki vanalega gera. Þú skalt hoppa á tækifærið til að fara aðeins út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt – þú sérð ekki eftir því. Þessi gamli vinur þarf einnig peningalega aðstoð þína. Það ættirðu hins vegar að varast.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Þú ert að leita að nýjum tækifærum og það dettur eitt í kjöltuna á þér nánast án þess að þú takir eftir því. Þetta tækifæri gæti gefið mjög vel í aðra hönd ef þú ert til í að vinna mikið og lengi hvern dag. Er það þess virði eða viltu einbeita þér að fjölskyldulífinu? Þetta er stór spurning sem vefst fyrir þér alla vikuna.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Innsæi þitt leiðir þig á óvenjulega braut í þessari viku. Steingeitin mín, þú ert svo skynsöm og pottþétt og það er ekkert að fara að breytast. Hins vegar langar þig, og er búið að langa lengi, að fara út fyrir boxið þitt. Þú skalt því fylgja þessu innsæi svo lengi sem þér líður vel með það. Mundu að það er allt í lagi að gera mistök – þau geta oft leitt okkur á stórkostlegan stað.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Vatnsberinn minn, þú ert svo týndur þessa dagana og þú skilur ekki af hverju. Þú ert hins vegar búin/n að grafa einhvers konar sorg langt niðri í mjög langan tíma. Nú er komið að skuldadögum og þú verður að takast á við þessa sorg, hver svo sem hún er. Kannski finnst þér þetta ekkert stórmál en um leið og þú talar um þetta þá líður þér betur.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Einhleypir fiskar finna fyrir algjörlega nýrri tilfinningu í vikunni. Allt í einu verður góður vinur mjög álitlegur og það hræðir þig að þú gætir verið að falla fyrir manneskju sem þú hefur þekkt nánast allt þitt fullorðinslíf. Stundum sér maður ekki skóginn fyrir trjánum og nú er komið að þér að fylgja hjartanu. Gaman!

Afmælisbörn vikunnar:

22. september – Raggi Bjarna tónlistarmaður, 85 ára
23. september – Snæfríður Ingadóttir þúsundþjalasmiður, 46 ára
24. september – Kristín Ómarsdóttir rithöfundur, 57 ára
25. september – Atli Már Gylfason blaðamaður, 35 ára
26. september – Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og viðskiptajöfur, 57 ára
27. september – Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, 31 árs
28. september – Haffi Haff tónlistarmaður, 35 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Rappari dæmdur til dauða

Rappari dæmdur til dauða
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.