fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Nýfædd dóttir Elvu verður tekin af henni eftir tvo daga: „Ég næ ekki að taka fortíð mína til baka“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. september 2019 10:32

Elva Christina og nýfædd dóttir hennar. Myndir: Soffía Dröfn Snæbjörnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Christina er 24 ára móðir. Hún á þrjú börn, Eyjólf sem er átta ára, Christian Aaron sem verður tveggja ára í desember og stúlku sem fæddist fyrir þremur dögum. Elva hefur glímt við alkóhólisma í mörg ár. Hún hefur áður stigið fram í fjölmiðlum og sagt frá erfiðleikum sínum.

Elva missti forræðið yfir elsta syni sínum, Eyjólfi, haustið 2016. Hún sagði frá því í viðtali við DV.

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en móðir Elvu, Helena Brynjólfsdóttir, rændi drengnum frá Noregi sama ár. Það gerði hún þegar þær fréttir bárust að það ætti að taka drenginn af Elvu og vista hjá fósturfjölskyldu til átján ára aldurs. Síðan fékk barnsfaðir drengsins, sem býr í Danmörku, forræði yfir honum.

Mægðurnar ásamt vinkonu Elvu, Soffíu Dröfn. Myndir: Soffía Dröfn Snæbjörnsdóttir

Sjá einnig: „Ég fór í eina meðferð og missti barnið að eilífu“

Elva Christina segir frá því í viðtali við Sykur að Barnavernd ætlar að taka nýfædda dóttur hennar eftir tvo daga og senda til barnsföður hennar í Noregi. Hún segir að hann hafi ekki áhuga á að taka barnið og hann sé einstæður faðir og alkóhólisti. Hún veit ekki til þess að aðstæður hans hafa verið kannaðar af yfirvöldum.

Vinkona Elvu Christinu hefur komið af stað undirskriftarsöfnun að skora á Barnavernd að snúa ákvörðun sinni um að taka nýfædda dóttur Elvu af henni. „Nýfætt barn verður tekið frá móður sinni eftir tvo daga og við skorum á Barnaverndaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína og halda móður og barni saman,“ stendur í lýsingu undirskriftarsöfnunarinnar. 453 manns hafa skrifað undir þegar greinin er skrifuð.

Stúlkan. Myndir: Soffía Dröfn Snæbjörnsdóttir

Þekkti sig í neyslunni

Elva byrjaði ung að drekka og fór í fyrsta sinn inn á Vog þegar hún var 14 ára, að verða 15 ára. Aðeins nokkrum dögum seinna komst hún að því að hún væri ólétt.

Hún og barnsfaðir hennar voru í sambandi í þrjú ár og yfir þann tíma segir Elva að gengið hafi á ýmsu. Nokkrum mánuðum eftir fæðingu sonar síns hætti hún með honum. Elva hélt áfram að drekka og djammaði mikið um helgar. Þegar hún flutti til Noregs var hún edrú í ár, en byrjaði að drekka aftur og nota harðari efni. Í kjölfarið var sú ákvörðun tekin að sonur hennar myndi flytja til föður síns í Danmörku.

Hún og seinni barnsfaðir hennar, sem hún á tvö yngri börnin með, kynntust í meðferð og fluttu saman til Íslands. Hún varð ólétt og mjög þunglynd á meðgöngunni. Eftir meðgönguna byrjaði hún aftur að nota vímuefni. „Ég kaus alltaf neysluna því þar þekkti ég mig, þar er ég örugg,“ segir hún.

Í apríl 2019 flutti barnsfaðir hennar með drenginn, sem er tæplega tveggja ára í dag, til Noregs með samþykki Elvu.

Mægðurnar ásamt vinkonu Elvu, Soffíu Dröfn. Myndir: Soffía Dröfn Snæbjörnsdóttir

Segist vera breytt núna

Elva Christina neytti vímuefna á meðgöngu nýfæddrar stúlku sinnar og segist ekki vita af hverju hún gerði það.  „Ég veit ekki hvað gerðist. Ég er samt breytt núna, það sem hefur breytt mér er viðhorfið, AA, ég er að mæta á 90 fundi á 90 dögum. Breytti öllu, allri minni líðan. Ég er hér – núna. Með dóttur mína. Ég upplifi ákveðið æðruleysi. Ég næ ekki að taka fortíð mína til baka. […] Ég er að finna fyrir nýjum krafti og ég veit hvert ég á að leita núna. Ég vissi það ekki áður. En Barnavernd hefur ekki trú á mér, þau vilja taka hana af mér eftir þrjá daga.“

Hún segir að þetta skipti sé öðruvísi, nú sé hún tilbúin að vera edrú. „Núna, í fyrsta skipti er ég að gera eitthvað í málunum. Ég tala frá mínum dýpstu hjartarótum. Ég hef aldrei fundið sjálfa mig edrú, ég hef aldrei fundið mig. Nú hef ég AA, vinkonur mínar og er búin að vera algerlega hreinskilin varðandi allt sem er í gangi við Barnavernd. Ég finn með AA vinkonum mínum að ég get verið ég sjálf. Ég er ekki ennþá með þessa grímu, ég hef ekki þekkt þetta áður,“ segir Elva.

Grætur stöðugt

Elva fær að hafa nýfædda dóttur sína með sér á kvennadeild Landspítalans í tólf tíma á dag. Hún segist gráta stöðugt og segir við Sykur að Barnavernd hafi sagt við hana að hún eigi að hætta þessu væli, annars taki þau dóttur hennar strax eða skerði tímann sem hún fær að vera með henni.

„Þau sáu mig gráta, með ekka og bað um að fá að hafa hana yfir nótt. Þau sögðu mér að hætta að gráta, þau myndu refsa mér ef ég héldi þessu áfram. Þau myndu fækka samverustundunum frá 12 tímum niður í tvo tíma,“ segir Elva.

Elva er reiðubúin að vera undir eftirliti ef það þýðir að hún fái að vera með dóttur sinni.

„Ég er til í að vera undir eftirliti, hvað sem er. Ég geri hvað sem er. Er ekki réttur barnsins að vera hjá móður sinni?“

Þú getur lesið allt viðtalið við Elvu Christinu á Sykur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.