fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

Kanye West vill skipta um nafn – Þetta vill hann heita

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginmaður Kim Kardashian, tónlistarmaðurinn Kanye West, hefur gjarnan verið til umfjöllunar fjölmiðla hins ytra sem hérlendis fyrir sérkennilega framkomu og undarleg ummæli. Nýjasta útspil hans er að tilkynna að hann sé að íhuga að löglega breyta nafninu sínu tímabundið yfir í : Christian Genius Billionaire Kanye West, eða á íslensku Kristinn Snillingur Milljarðamæringur Kanye West.

Frá þessu greindi Kanye í óvæntri heimsókn á Fast Company Innovation hátíðina á þessu ári. Þar sagðist hann mögulega ætla að breyta nafni sínu með ofangreindum hætti.

„Þegar fólk segir að það sé heimskulegt að kalla sjálfan þig milljarðamæring, þá gæti ég löglega breytt nafni mínu í Kristinn Snillingur Milljarðamæringur Kanye West í eitt ár þar til þið skiljið öll hvað það er.“

Í fyrra vakti Kanye mikið umtal og fjaðrafok þegar hann deildi þeirri skoðun sinni að það væri val að vera þræll.  Í forsíðumyndatöku fyrir tímaritið Rolling Stones árið 2006 líkti hann sjálfum sér við Jesú og ætlaði um tíma árið 2009 að breyta nafninu sínu í Martin Louis the King Jr. til að auglýsa strigaskóframleiðslu sína.

Efalaust hefði íslenska mannanafnanefndin ýmislegt út á mögulega nafnabreytingu Kanye að setja, þó blaðamaður gerist ekki svo kræfur að fullyrða eitt né neitt um það, enda hefur mannanafnanefnd nýlega bannað millinafnið Haukdal og eiginnafnið Kona , en hins vegar samþykkt eiginnafnið Gaston og Erlinda.

Frétt CNN

Haukdal sem millinafn má ekki
Gaston sem eiginnafn er heimilt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar að hjálpa fólki í jólastressinu í desember

Ætlar að hjálpa fólki í jólastressinu í desember
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.