fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

Vaknaði eftir aðgerð með mun stærri brjóst en hún bað um: Sigin „eins og júgur“ – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michelle leitaði til Dr Terry Dubrow og Dr Paul Nassif í raunveruleikaþættinum Botched. Þar sérhæfa lýtalæknarnir sig í að „laga“ fólk sem hefur lent í misheppnuðum aðgerðum.

Michelle er tveggja barna móðir. Hún segir að hún hafi fyrst farið í brjóstastækkun vegna þess að brjóstin hennar voru svo sigin eftir meðgöngu og brjóstagjöf. Hún var í sjokki þegar hún vaknaði eftir aðgerðina og sá að læknirinn hafi sett mun stærri púða en hún hafi beðið um. Í kjölfarið varð hún mjög þunglynd og þyngdist um 53 kíló. Hún fór svo í hjáveituaðgerð árið 2015.

Michelle varð mjög þunglynd eftir aðgerðina.

Hún léttist um 44 kíló og er nú með mikið af lausri húð á brjóstunum og viðurkennir að hún sefur ekki hjá eiginmanni sínum án þess að vera í brjóstarhaldara.

„Brjóstin mín eru eins og júgur. Þau ná niður á nafla. Hægra brjóstið mitt er sigið og vinstra brjóstið er drupandi. Brjóstin draga mig niður, bókstaflega,“ segir Michelle í þættinum.

Dr Terry Dubrow skoðar hana í þættinum.

Dr Terry Dubrow var hneykslaður þegar hann heyrði að hún hafi beðið um stóra C skál eða litla D skál, en hafi fengið 750cc púða sem eru mun stærri.

„Ég meina, það er næstum eins stórt og það verður. Þeir settu mun stærri púða en þú bjóst við,“ segir hann.

Hún tekur undir með honum og segir að þetta hafi orsakað mikla vanlíðan hjá henni. Hún þyngdist mikið og fór í hjáveituaðgerð sem drap hana næstum.

„Ég var á spítalanum í fjóra mánuði. Ég dó næstum því,“ segir hún.

Lengst til vinstri má sjá brjóstin hennar eftir að þau voru „tæmd.“

Dr Terry Dubrow fór óvenjulega leið til að laga brjóst hennar. Vegna þess að húðin hennar var svo þunn þurfti að byrja á því að gera gat á púðana og tæma þá, bíða í fjóra mánuði og leyfa húðinni að þykkna. Síðan fékk hún nýja púða og brjóstin löguð.

Það heppnaðist vel og sjá má árangurinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Trump mildar refsingu yfir alræmdum fjársvikamanni – „Ég missti allan ævisparnaðinn“

Trump mildar refsingu yfir alræmdum fjársvikamanni – „Ég missti allan ævisparnaðinn“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Lára veitir sjaldséða innsýn í lífið með lyfjaprinsinum

Lára veitir sjaldséða innsýn í lífið með lyfjaprinsinum
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

„Ég heiti Kristín og samkvæmt BMI er ég í mikilli yfirþyngd“

„Ég heiti Kristín og samkvæmt BMI er ég í mikilli yfirþyngd“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi enn einu sinni á spjöld sögunnar

Messi enn einu sinni á spjöld sögunnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.