fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025

Snædís Yrja opnar sig: „Undantekningarlaust vilja strákar hafa mig sem leyndarmál“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 14. október 2019 11:23

Snædís Yrja. Mynd: Instagram @snaedisyrja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að enginn skilji hvað þessi höfnunartilfinning er ógeðslega sár. Við þurfum að breyta því með því að tala um hlutina,“ segir Snædís Yrja Kristjánsdóttir í mjög einlægu myndbandi á Instagram. Hún opnar sig og segir frá því hvernig hún hefur verið „leyndarmál“ stráka og hvernig það hefur valdið henni hjartasári. Snædís Yrja gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð fyrir tveimur árum og hefur verið opin um ferlið á samfélagsmiðlum.

„Ég [var með opið Snapchat] og er með opið Instagram, ég hef leyft fólki að fylgjast með ferlinu mínu, að leiðrétta fæðingargalla. Ég fæddist í röngum líkama,“ segir Snædís Yrja.

„Ég gekk síðan í gegnum það tímabil sem ég myndi kalla transkona, þá var ég ekki búin í ferlinu. En í dag er ég búin. Ég er búin að fara í píkuaðgerðina mína. Ég fór í hana fyrir tveimur árum síðan. Þá finnst mér ég skilgreinast sem kona, ekki transkona. Og vill fá það. En ég get bara sagt frá minni sögu, minni reynslu og hvernig mér líður,“ segir Snædís Yrja.

Hún tekur það fram að hún sé alls ekki á móti orðinu transkona. „Alls ekki. En mér finnst ég vera svo miklu meira en þegar fólk segir „hún er transkona eða hún var maður“, eða eitthvað svoleiðis. Það er ekki þannig. Við þurfum að stoppa þetta. Við gerum það ekki nema ég tali um það og opni umræðuna um það.  Ég er með ákveðinn „platform“ sem ég ætla að nýta til að hjálpa öðrum og mér.“

Skömm

Snædís Yrja segir að það sé eins og hún laði að sér slæma karlmenn.

„Ég hef kynnst nokkrum yndislegum [karlmönnum] en það er eins og ég laði þá að mér, þá allra verstu. Ég veit ekki hvað það er, en vá. Það er þessi skömm sem fylgir að vera með transkonu, sem á ekki að vera. Það er engin skömm að vera með mér. Eða [þegar þeir] neita fyrir að vera með mér. Sú manneskja ætti að skammast sín, vegna þess að það er engin skömm að vera með mér. Bara engin. Ég er manneskja og í enda dagsins þá erum við öll manneskjur og eigum skilið virðingu bara fyrir það eitt. Það skiptir ekki máli hvað er í klofinu okkar, hvort við séum samkynhneigð, lesbía, trans eða gagnkynhneigð. Við eigum öll skilið virðingu,“ segir Snædís Yrja.

„Ég hef lent í ótrúlegum hlutum þegar kemur að strákum, lygilegum eiginlega. Í hvert skipti sem einhver neitar fyrir að vera með mér ef það kemur upp í samræðum þá brýtur það lítinn part af mér í hvert einasta skipti, sem er ofboðslega sárt. Þessu langar mig að breyta, aðallega því við búum í þannig samfélagi að við getum breytt því. Það er enginn skömm að vera með transkonu […] Svo ætti fólki að vera alveg sama. Það sem ég geri í rúminu mínu kemur engum við nema þú sért virkilega að íhuga að vilja deita mig eða allt það.“

Leyndarmál

Snædís Yrja tekur fyrir það að vera áfram leyndarmál.

„Undantekningarlaust vilja strákar hafa mig sem leyndarmál. Ég ætla ekki að vera leyndarmálið lengur. Ég ætla að stoppa það hjá mér. En ég hef oft í gegnum tíðina leyft þeim að traðka á mér og hjartanu mínu, sálinni minni og virðingunni minni. En nú ætla ég að stoppa það, vegna þess að ég á miklu meira skilið. Ég ætla bara að taka pláss,“ segir Snædís Yrja.

„Ég hef lent í ofboðslega leiðinlegum strákum sem hafa viljað hafa mig sem leyndarmál, ég er skömmin, neita að hafa sofið hjá mér. Það er ógeðslega sárt. Það brýtur mig niður í hvert einasta skipti. Það mikið að ég hágræt stundum.“

Snædís Yrja segir frá því þegar strákur sem hún var að hitta hafi neitað margsinnis fyrir það að hafa verið með henni. „Ég held að enginn skilji hvað þessi höfnunartilfinning er ógeðslega sár. Við þurfum að breyta því með því að tala um hlutina. Með að fara hrátt ofan í þá, sem ég er að gera núna og ég vona að sem flestir sjái þetta og við breytum þessu viðhorfi að ég sé engin skömm og manneskjan sem er hrifin af mér á ekki að skammast sín. Ég er ekki að segja að allir séu það en við þurfum að breyta þessu,“ segir Snædís Yrja.

Hún segist ætla að gera fleiri myndbönd og fara yfir nokkur málefni út frá sinni sögu. „Ég get bara talað frá mínu hjarta,“ segir Snædís Yrja.

Horfðu á myndbandið í heild sinni hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B3fJn_HAvB5/

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Synjað um bætur eftir örlagaríka ferð til tannlæknis

Synjað um bætur eftir örlagaríka ferð til tannlæknis
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breiðablik þarf að borga KSÍ fyrir Ólaf Inga

Breiðablik þarf að borga KSÍ fyrir Ólaf Inga

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.